Afturelding - 01.01.1981, Síða 23
Látið ekki blekkjast, hann öskrar enn
Afríkubúar reka búfénað sinn í byrgi á kvöldin,
til verndar gegn villidýrum. Byrgin eru útbúin úr
trjádrumbum, þyrnirunnum o.fl., og eru um þriggja
metra há. Þau veita góða vörn gegn ljónum og öðr-
um villidýrum. En ljónin deyja ekki ráðalaus. Þegar
náttar gengur karlljónið vindmegin við byrgið og
lyktin af því hræðir búfénaðinn. Skepnurnar taka
að æða um og stundum brjótast þær út úr byrginu af
hræðslu. Þá bíður ljónynjan hlémegin við byrgið og
velur sér feitt naut úr hjörðinni til að gæða fjöl-
skyldu sinni á. Karlljónið fær sér gómsætustu bit-
ana fyrst, svo kemst frúin að. Síðan koma hvolp-
arnir, og ef einhver afgangur er sjá hýenur og
gaupur um hann.
Nautgripirnir eru auðæfi sveitafólksins og það
bæði hatar og hræðist ljónin. Ljónin höfðu gert usla
í einu þorpi og þorpsráðið var kallað til fundar.
Gömlu vitringamir, sem vissu næstum allt, sátu í
innsta hring.
Yngri mennirnir, sem voru heldur fákunnugir,
stóðu utan hringsins og þögðu.
Konurnar, sem ekkert vissu (!!!), voru langt í
burtu.
Nú átti að ákveða örlög ljónanna. Gamall, vitur
rnaður stóð upp og taldi best að stofna til vinskapar
við ljónin. Hinir vitru mennirnir voru þessu sam-
mála. Ungur maður rétti upp hendi og bað um
orðið, en honurn var sagt að hafa hægt um sig, því
að hann vissi svo fátt.
Gamli maðurinn sagði: „Við skulum binda geit
við tré sem fórn og þá verða ljónin vinir okkar.“ Um
kvöldið voru mörg augu á gægjum til að fylgjast
með ljónunum háma í sig geitina og allir fóru
ánægðir að sofa. En kvöldið eftir léku ljónin gamla
leikinn aftur. Þau trylltu nautgripina og veiddu stórt
naut í matinn. Aftur kom ráðið til fundar.
Gömlu, vitru mennirnir í innsta hring töluðu.
Ungu mennirnir, sem ekki vissu margt, stóðu ut-
ar.
Og konurnar, sem eru svo fávísar (!!!), kíktu út úr
kofunum.
Aftur bar gamli vitringurinn upp bráðsnjalla
hugmynd: „Sjáið til! Ljónin móðguðust af því að
við gáfum þeim svo lítilmannlega gjöf. Ef við ætlum
að gera þau að vinum okkar, verðum við að gefa
þeim stórt naut.“ Allir vitru mennirnir tóku undir
þetta. Aftur bað ungi maðurinn um orðið, en fékk
ekki að tala, af því að hann vissi svo lítið. Feitur uxi
var bundinn við tré og mörg augu fylgdust með því,
þegar ljónin nutu veislunnar um kvöldið. Þau átu
sig svo södd, að þau komu ekki aftur margar nætur í
röð.
Nú flaug sagan um visku gamla mannsins og
honum bárust ýmsar gjafir, meðal annars stór stíg-
vél og hermannafrakki. Hann skrýddist gjöfunum
til merkis um hið aukna álit, sem hann nú naut.
Bráðlega bárust boð frá nærliggjandi þorpi um að
hann kæmi og tæki þátt í fagnaði kvöldið eftir.
Rétt fyrir myrkur lagði gamli maðurinn af stað,
frakki, stígvél og allt tilheyrandi með í förinni. En
daginn eftir kom sendiboði frá nágrannaþorpinu til
að spyrjast fyrir um af hverju gamli maðurinn hefði
ekki komið í fagnaðinn, allir sáu hann leggja af stað,
svo það var sendur út leitarflokkur. Stígvélin fund-
ust og frakkinn, en gamli maðurinn ekki. Ljónin
höfðu tekið hann sem þriðju fórnina í þágu friðar-
ins.
Enn var kallað til fundar vitringanna, og þegar
þeir settust í hringinn, vantaði einn.
Ungu mennirnir, sem voru svo fávísir, stóðu fyrir
aftan.
Og konurnar, sem vita svo lítið (!!!) kíktu út um
kofadyrnar sínar.
Nú krafðist ungi maðurinn máls og honum var
leyft að tala. „Það, sem ég reyndi að segja ykkur var,
að ljónin verða aldrei vinir okkar. Það eina raun-
hæfa, sem við gerum, er að veiða þau.“ Ungu
mennirnir fóru af stað með spjótin sín og ljónin
ónáðuðu þorpsbúa ekki meir.
Hvað sýnir sagan?
Satan gengur um eins og öskrandi ljón og reynir
að blekkja fólk eins og okkur. Síðan mun hann
tortíma okkur. Við getum aldrei, aldrei stofnað til
vinfengis við hann. Hann er óvinur okkar.
Ritningin segir: „Standið í gegn djöflinum og þá
mun hann flýja frá yður.“ Munið, að hann er mikill
blekkjari. Eins og gamla karlljónið þá lætur hann
undan, dagar hans eru taldir.
I. Pétursbréf 5:8—10 er lærdómsríkt fyrir þá sem
fylgja Kristi.
9. vers segir, að við séum ekki ein í baráttunni.
10. vers segir: „En Guð allrar náðar, sem hefir
kallað yður fyrir samfélagið við Krist til sinnar eilífu
dýrðar, mun sjálfur, er þér hafið þjáðst um lítinn
tíma, fullkomna yður, styrkja og öfluga gjöra.“