Afturelding - 01.01.1981, Síða 25

Afturelding - 01.01.1981, Síða 25
2 með fögnuði. Ég gaut augunum út undan mér. Jake Woods hafði snúið sér við og starði á mig agndofa, eins og hann vildi segja: „Hvað ertu eiginlega að tala um mig?“ Þetta kom við hann, því hann hafði spottað boðberann sem tilkynnti honum að faðir hans lægi fyrir dauðanum, og grátbændi hann að snúa heim. Ég féll á kné og reyndi að ná með annarri hendi til Jake Woods, en hann varof langt í burtu. Ég bað: „Ó, Guð, ég kom hingað nær dauða en lífi í gær- kveldi og þessi maður og hans góða kona hjúkruðu mér og björguðu lífi mínu, og nú vilja þau ekkert þiggja fyrir góðmennsku sína. En Jesús Kristur hefur staðið með blæðandi hendur og þyrnum- krýnda brá, við hjartadyr þeirra og þau hafa skellt hurðinni á andlit hans. Hjálpaðu Jake Woods að segja Jesú Kristi að koma inn í dag.“ Þegar ég stóð upp sat Woods á gólfinu og ein- blíndi til dyra. Ég fylgdist með augnaráði hans en sá ekkert nema opnar dyr með sólskini og snjó. Að stundu liðinni talaði hann til einhvers í dyragætt- inni: „Komdu inn.“ Síðan sneri hann sér að mér og bætti við: „Hann kom inn.“ Þegar ég hélt frá kofanum fylgdi hann mér að hliðinu. „Doc,“ sagði hann: „Áttu aðra litla bók eins og þá sem þú last úr áðan? Pabbi var vanur að lesa um þennan strák og ég hef líklega verið eins og hann. Ef þú lánaðir mér hana og merktir við gæti ég kannski fundið einhvern til að lesa fyrir mig úr henni.“ Ég gaf honum bókina og er hann sneri við með hana, hafði hann á orði að „gamla konan“ kynni að koma á samkomu þegar ég predikaði næst í skólahúsinu. Þegar ég kom að skólahúsinu í næstu predik- unarferð var þar mikil mannþröng fyrir, sem aldrei fyrr. Fyrsti maður sem heilsaði mér var Jake Woods, og svo hressilega að ég var næstum því rokinn af baki. „Doc, ég smalaði þeim,“ var kveðja hans. Það hafði hann sannarlega gert. í skólahúsinu sat Nancy Woods, í fyrsta sinn í kirkju í meira en 20 ár. „Doc,“ sagði hún. „Það er eitthvað athugavert við Jake.“ „Eins og hvað?“ spurði ég. „Ég veit það ekki, en hann er ekki sami maður síðan þú varst hér síðast. Hann hefur verið svo góður við mig.“ Ég táraðist er ég gekk að ræðupallinum og lagði frá mér söðultöskuna. Jake Woods hafði eitt sinn gengið að þessari konu næstum dauðri, fyrir að gefa trúboða smá skilding. Ótal sinnum hafði hann rekið hana á dyr út í storm og illviðri. í drykkjuæði hafði hann kastað henni á eld. Nú hafði hún verið í himninum í heilar þrjár vikur. Ég predikaði eins og dauðvona maður og fann andans kraft yfir mér. Þegar ég var að því kominn að enda og hugðist kalla syndara til fyrirbænar, spratt Jake Woods á fætur og sagði með þrumandi rödd sem yfirgnæfði mína: „Menn og konur, kom- ið! Doc, hefur rétt að mæla, því að ég sá þennan Mann þegar hann bað í húsi mínu. Þegar ég lauk upp augunum stóð Hann með útréttar hendur í dyrunum, á þeim voru göt sem blóð draup úr. Ég sá líka þyrna á höfði hans. Ég sagði honum að koma inn og hann gerði það, og frá þeirri stundu hef ég ekki verið samur maður.“ Fólkið streymdi fram og svo virtist sem allir ætl- uðu að koma. Jake Woods hélt áfram að hvetja ntenn að leita á fund Frelsarans og á þeim tveim árum er hann átti eftir ólifað náði hann til fleiri af sínu sauðahúsi, heldur en ég hefði getað náð á heilli mannsævi. Þýtt úr bókinni — Visions of Jesus

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.