Afturelding - 01.01.1981, Síða 27
Ritað er:
1. Pétursbréf l .kap. 13. vers. „Hafið því lcndar hugskots
yðar untgirtar, verið algjörlega algáðir."
Þegar Símon Pétur Jónasson reit þessi orð, þá hafði
lifið og reynslan kennt lionum að eigi er unnt sofandi
fljóta að feigðarósi, nema mjög illa færi. Sem fiskintaður
frá Genesaret, Itafði hann lært að ef árangur skyldi nást.
þá var vitanlega frumskilyrði að hann og skipshöfn hans
væru algjörlega algáð. Það reyndi oft á þetta, því vinnan
var stunduð um nætur, þegar aðrir sváfu. í næturmollu
við Genesaret, var freisting til staðar, að fleygja sér i
netabinginn, leyfa bátnum að reka og fá sér dúr. Slíkir
náðu ekki árangri. En þeir sem voru algjörlega algáðir,
tóku eftir minnstu hreyfingum, sáu gárur á vatninu, fugl
flaug óvænt upp. Hvort tveggja gat gefið glöggu auga
vísbendingu um að hér væri veiði. Á öllum sviðum lífsins
er gagnsamt að hafa aðgæslu og vera algáður. Þess er
krafist, að þeir er stjórna tækjum og vélum, bifreiðum og
flugvélunt, skipum og öðrum farkostum, að menn séu
algjörlega alsgáðir.
Símon Pétur áminnir kristna menn um að þeir séu
ulgáðir í voninni, náðinni svo þeir verði viðbúnir opin-
berun Jesú Krists. Hann notar sömu orð í 4. kap. versi 7
-,En endir allra hluta er í nánd, verið því gætnir og algáðir
til bæna“. Hér er bent á mikla þörf, — algáður til bæna.
Bænin er lífslind og svölun. Bænin er samtenging og
gefur okkur samband við Guð. „Bænin má aldrei bresta
þig.“ Þó er bænalíf og bænaþjónusta vanrækt meira en
góðu hófi gegnir hjá þorra kristinna manna. Gætinn og
algáður. Þá einnig nákvæmur. Ef svo er, þá er ekki sagt:
„Bara bænastund". Pétur og Jóhannes gengu upp í
helgidóminn, bænastundina níundu stund. Þeir gættu
tímans, voru nteð. Þvílík blessun fyrir hinn lamaða mann.
að haldin var bænastund, að fólk kom á bænastund.
Blessunin fellur þérog öðrurn í skaut, ef bænin er rækt.
Komistu ekki þegar aðrir biðja, reyndu þá vera með í
anda. Minnstu þess, nú biðja trúsystkini þín og vinir.
Vertu gætinn og algáður í bænalífi þínu. Endir allra hluta
er í nánd. Mikið og heitt bænalíf átli sér stað hjá Abra-
ham áður en ógnirnar og dómurinn gekk yfir Sódómu og
Gómorru. Það vantar biðjandi bænafólk á íslandi í dag. í
öllum söfnuðum, í öllum kirkjum, í öllum heimilum.
Matteus 6.6. „En þegar þú biðst fyrir, þá gakk inn í
herbergi þitt og er þú hefir lokað dyrum þínum, þá bið
Föður þinn sem er i leyndum og Faðir þinn, sem sér i
leyndum mun endurgjalda þér.“ Trúfesti og stöðuglyndi í
bæn, gefur umbun. Verið því gætnir og algáðir til bæna.
Að síðustu áminnir Símon Péturokkur í bréfi sínu hinu
fyrra. 5. kap. 8. versi. „Verið algáðir vakið." Menn vakna
upp til trúar. Hægt er að sofna. Áminning hins Ritaða
Orðs er: „Verið algáðir, með réttum hætti og syndgið
ekki. 1. Kor. 15. 34. Kraftur Heilags Anda gefur börnum
Drottins vökukraft á því er mikil þörf í dag. Skilyrði fyrir
blessun Drottins voru bæn og aftur bæn. sem um getur að
lesa i 2. Kronikubók 7. kap. 14. vers. Förurn þá leið. þá er
blessunin vís.
E.J.G.
Aftasti bekkurinn
hefur orðið
Aftasti bekkur! Hefirðu tekið eftir því að í kirkjum og
samkomuhúsum trúaðra, þá eru fáir bekkir vinsælli en
þú!
Aftasti bekkur! Hvað álitur þú sjálfur um þetta? Jú jú
þetta er hlutur, sem mikið hefir veltst fyrir mér. Ég hélt
um tínta að eitthvað væri að sjálfum mér, útlit mitt, eða
þægindi. Ég komst að raun um að svo var ekki, þegar ég
'ók eftir að bekkirnir í salnum voru færðir til. Þá fluttist
ég í fremstu röð. Þá kærði sig ekki nokkur maður sig um
mig. Komst ég þá að raun um að hylli mín var ekki á mér
sem sæti, heldur staða mín í Guðs-húsi. Viltu skýra þetta
nánar? Aftasti bekkur er staðsettur við útgöngudyrnar.
1 il er sá hópur, er ekki fylgir að fullu með, því sem skeður
‘nnan dyra. Vill líka fylgjast með því sem skeður utan-
dyra. Þá er ég upplagt sæti fyrir slíka. Annað er að vinir
°g kunningjar setjast oft á mig og þeir sem koma alltof
seint, tylla sér þá á mig. Hér er hægt að tala svolítið
saman, það truflar minna, heldur en framar.
Heldurðu að það sé gagnlegt fyrir kirkjuna og söfnuð-
'nn, að þú ert vinsæll? Mér er nú svolítil upphefð í þessu.
Þar sem aftasti bekkur er ekki allsstaðar svo vinsæll. Á
knattspyrnuknattleik dettur engum í hug að setjast á mig.
Ég álít að það sé ekki gott að bekkirnir fyrir framan mig
séu setnir lítið og illa, en ég fullsetinn. Það segir mér frá
dreifðum söfnuði og einingin ekki alltof mikil.
Aftasti bekkur. Hvað er hægt að gera, svo ástandið
breytist? Ég veit ekki. Ef söfnuðurinn skilur, að betra er
fyrir prestinn og söfnuðinn að sitja framarlega, til upp-
örfunar í Guðsþjónustunni, þá skapar það einingu og
samhljóm.
Þeir sem eru að koma með og eru einnig af yngri
kynslóðinni. Sitjiði framar, já frarnar. Aftasti bekkurinn
er fyrir þá er komust ekki fyrr en um seinan, eða þá, sem
ekki eru vanir að ganga í hús Drottins.
Korsets Seier Oslo 9. maf 1979