Afturelding - 01.01.1981, Qupperneq 29
^TTIR - ERLENDAR FRÉTTIR
ERLENDAR FRETTIR
ERLENDAR FRETTIR
Hvilasunnusöfnuðurinn er nú langslærsta mótmælendakirkjan í
Búlgariu, [rar sem 75 prósenl íbúa tilheyra Rétttrúnaðarkirkj-
unni. Hvítasunnumenn eru um 10,000 og hafa 120 söfnuði. Svo
virðist sem Hvítasunnumenn njóti nreiri forréttinda en flestir
aðrir mótmælendur; engu að síður verða þeir að hlýta ströngum
reglum og ýmsum hindrunum á starfsseminni.
II’PA 481
I Brasilíu er kristilegur sjónvarpsþáttur sýndur um allt land.
Þættinum stjórnar hvítasunnupredikari, Bernhard Johnson. Um
60 milljónir manna geta séð þáttinn vikulega.
IPPA 481
Nýlega var 68 ára gamall Albanskur biskup kaþólskra, Ernes
Coba, barinn af fangavörðum til dauða í albönskum fangabúð-
um. Hann stjórnaði helgistund fyrir samfanga og galt fyrir með
lífi sínu. Sérhver tilbeiðsla, trúarleg, er bönnuð í Albaniu.
CAW381
Franska ríkisstjórnin játaði beiðni Trans World Radio útvarps-
félagsins um stækkun á útvarpsstöðinn í Monte Carlo. Ællunin
er að bæta við 500,000 watta stuttbylgjusendi og fyrir eru tveir
100,000 watta sendar. Þá mun þessi sendistöð fagnaðarerindis-
ins ná ennbetur með boðskap sinn til Evrópulanda.
CAW481
Úlvarpsfélag Austurlanda fjær fær nú jákvæða viðbrögð við
útvarpssendingum til 3 milljóna Kóreubúa í Mansjúríu (norður
Kína). Bréf berast sem segja frá samfélagshópum og kvartað er
yfir Biblíuskorti. 15 ára piltur hefur skráð allt Nýja testamenntið
eflir upplestri í úlvarpinu.
CAW481
Pólska Biblíufélagið segir í skýrslu sinni að eftirspurn eftir
Biblíum hafi stórlcga aukist eftirað Rómversk kaþólskri messu var
sjónvarpað í vetur. Um hundrað tonn af Biblíupappír verða
notuð þetta ár til að anna eftirspurn eftir Biblíum.
CAW48I
Mannfjöldi, hungraður eftir að heyra fagnaðarboðskapinn,
þrcngdi sér inn á Borgarleikvanginn í Mexíkó og nærliggjandi
götur. þegar Billy Graham hélt samkomur í marssl. Gripið var til
þess að halda aukasamkomu hvert kvöld til að mæta aðsókninni.
Helsti trúboði Mcxíkó, Gullermo Villanueva, sagði: „Billy
Graham hefur sameinað allar kirkjudeildirnar í Mexikó. Ég hefi
aldrei í lífi minu séð neitt þvílíkt."
CAW 581
^ÉTTIR -
Biblian er nú metsölubók i Japan. Þar i landi er innan við 1
prósent 115 milljón íbúa kristinnar trúar.
CAW 581
Albanskir flóttamenn, sem nýkomnir eru til Júgóslavíu, segja að
stjórnin auki enn ofsóknirgegn trú og reyni að útrýma trúnni. Ný
handlökuherferð er hafinn gegn trúuðum, sem reyna að fara
huldu höfði. 1976 yfirlýstu Albanir að þeir væru „fyrsta guðlausa
rikið".
CAW 581
Kínverska ríkisstjórnin hefur skipað Kristindómsráð sem skal
hafa umsón með prestum og starfssemi þeirra. Einnig skal ráðið
fylgjast með þjálfun prestsefna, útgáfu Biblíunnar og helgisiða-
bóka og styrkja tengslin við kirkjur um víðan heim.
CAW 381
10,000 konur Fagnaðarboðskaparins, sem tilheyra Evangelísku
Mið-Afríkukirkjunni, fara nú frá þorpi til þorps í Zaire og halda
samkomur, bænastundir og Biblíulestra, hjálpa til við hrein-
gerningar í kirkjum og endurbætur. Trúaráhugi kvennanna hef-
ur unnið marga til fylgis við Krist.
CAW 381
Samkvæmt nýsettum alríkisreglum í Bandarikjunum, ber
vinnuveitendum skylda til að gefa starfsmönnum frítíma til trú-
ariðkana, svo fremi það valdi ekki fyrirtækinu því meiri fjár-
hagslegum skaða.
CAW38I
Vatíkanið hefur vísað frá sér athugasemdum nokkurra kaþólskra
guðfræðinga, sem töldu að bamaskím bryti í bága við valfrelsi
einstaklingsins.
CAW 381
Kunnugir telja að árið 1980 hafi verið hið erfiðasta fyrir
evangelíska í Sovélríkjunum allt frá 1975, en þá hélu Kremel-
verjar að virða trúfrelsi. 30.000 kristnir íbúar Sovétríkjanna vilja
flytjasl úr landi vegna trúarofsókna.
CAW38I
Alheimsráð kirknanna hefur nú í fyrsta sinn á 32 ára starfsferli
lýst opinberlega áhyggjum sinum við ráðamenn Rétttrúnaðar-
kirkjunnar í Sovétríkjunum, vegna skorts á trúfrelsi í Sovétríkj-
unum.
CAW 381
ERLENDAR FRETTIR
ERLENDAR FRETTIR
ERLENDAR FRETTIR