Afturelding - 01.01.1981, Side 30
Betlehemsstjarnan
lýsir að nýju
Úr tímaritinu „Israels Van“, sem gefið er út í
Malmö Svíþjóð, þýðum við eftirfarandi grein, sem
útkom í blaðinu í desember 1980.
Greinin fylgir í kjölfar greinar um sama efni, í
Aftureldingu 4. tölubl. 1980.
Um miðjan vetur 1980—1981, þ.e. áramótin
nálgast pláneturnar Jupiter og Saturnus mjög hvora
aðra. Þá er Jupiter 1 gráðu beint fyrir sunnan
Saturnus, séð frá jörðu. Árið 1961 var svipaður
samruni. Þetta mun eiga sér stað þrisvar sinnum
árin 1980—1981. 12 sinnum hefur svipað gerst síð-
ustu 2250 ár.
Næsta sinni, er hliðstæðir atburðir munu eiga sér
stað verður árið 2238, eða eftir 257 ár.
Þessir atburðir ættu að vera íhugunarefni, hvers
hugsandi manns. Jesús talar um í Mattheusarguð-
spjalli 24. kapitula og Lúkasarguðspjalli 21.
kapitula um tákn á sólu, tungli og stjörnunum. Þau
tákn áttu að koma fram á hinum efstu dögum. Við
samanburð á Guðs Orði og þeim tímum sem nú
ganga yfir þennan heim, má sjá að Guðs Orð rætist
og er að rætast. Benda atburðirnir til að endurkoma
Jesú Krists er í nánd.
B. Ólafsson
Við þetta má bæta til umhugsunar. Getur erfitt
tíðarfar á yfirstandandi vetri, með vatnsskorti við
hinar stóru rafmagnsvirkjanir hér á landi átt rætur
sínarað rekja til breytinga í gangi himintungla, sem
hér hefur verið rætt um? Vert íhugunarefni fyrir
lesendur blaðsins.
Ritstjórinn
Hví hefur þú yfirgefið mig?
Ég bið þig að hugsa um Jesúm Krist þar sem að
Hann, Sonur Guðs, hékk fyrir þig í dauðans kvölum
á Golgata.
Allir lærisveinarnir höfðu yfirgefið Hann. Hann
var aleinn þar sem Hann hékk milli himins og
jarðar. Þegar Hann leit niður á jörðina fann Hann
enga meðaumkun meðal mannanna. Þeir sem voru
í kring um krossinn höfðu ákveðið að Hann skyldi
deyja.
Hvar var allur fjöldi hinna sjúku sem Hann hafði
læknað? Hvar voru postularnir sem Hann hafði
elskað?
Himinninn var lokaður fyrir Honum, vegna þess
að allar syndir heimsins lágu á Honum. Hann sem
var hreinn og syndlaus og hafði algjörlega lifað eftir
vilja Föður Síns.
Hann fann það að Hann var aleinn. Faðir Hans
sem alltaf hafði verið með Honum, sneri nú augliti
Sínu frá Honum. Skyndilega þoldi Hann ekki meira
og kallaði hárri röddu: „Guð minn, Guð minn, hvi'
hefur þú yfirgefið mig.“
Þetta var fyrir þig. Þessi hræðilegi atburður
mannkynssögunnar skiptir þig öllu máli, bæði um
tíma og eilífð. Sú ákvörðun sem þú tekur í þessu lífi,
hvort þú vilt fylgja Jesú eða ekki.
Þarna var verið að krossfesta Skapara þinn.
Þarna var Guð að gera eitthvað sem þú og aðrir
menn geta aldrei gert.
Biblían segir það að Guð lét syndir okkar á Krist,
sem vildi þola það að vera yfirgefinn af Guði, án
þess að við verðskulduðum það. Ó, þvílíkur kær-
leikur.
Að hafna fyrirgefningu og kærleika Hans er sú
mesta vitleysa sem nokkur maður getur gert, því að
það er ekki til neinn annar Frelsari sem getur frels-
að frá synd og dauða.
Derek Cadman
Helgi Kárason