Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 4

Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 4
„Ég var vonlaust tilfelli!” Viðtal við Ake Wallin Hjónin Barbro og Áke Wallin dvöldu hér á landi um páskana. Þessi heimsókn var þeirra þriðja til Islands. Barbro og Áke hafa um árabil unnið áhrifaríkt starf víða um heim. Saga þeirra er mjög merkileg, en gefum nú Áke Wallin orðið: — Ég var drykkjusjúkur, eit- urlyfjaneytandi og síbrotamað- ur. Líf mitt hafði verið ein hörm- ungasaga, allt frá því ég ólst upp óvelkominn hjá vandalausum, til fullorðinsára. Loks var svo komið að ég dvaldi mestmegnis í fangelsum og stofnunum. Síð- ustu tíu árin áður en ég frelsaðist þrjátíu og átta ára gamall, sat ég í sautján fangelsum. Allt í allt strauk ég hendi um frjálst höfuð í sjö mánuði á þessum tíu árum. Sjö mánuði af hundrað og tutt- ugu! Allt mitt líf var misheppn- að, öðrum til ama og byrði. Þar kom að sænsk yfirvöld yfirlýstu mig sem vonlaust tilfelli, óhæfan til veru í frjálsu mannlegu sam- félagi, ég skyldi geymdur í strangri öryggisgæslu. Ég átti enga framtíð. Það var um þrennt að velja: Að veslast upp í ein- hverri geymslunni hjá því opin- bera; að binda endi á líf mitt eins og margir félaga minna höfðu gert, eða þá að hið ómögulega gerðist. — Að ég breyttist til betri vegar. Ég var á llækingi í Stokk- hólmi, þegar ég heyrði að einn félaganna hefði frelsast og gengi í Biblíuskóla í Fíladelfíukirkj- unni. Þótt ég væri fæddur í hús- inu beint á móti þessari stóru kirkju, hafði ég aldrei stigið fæti mínum þar inn fyrir dyr. Ég hafði svo sem heyrt nóg um Hvítasunnumenn, til að mig langaði ekkert til að kynnast þeim nánar. Þeiræptu og skríktu á bænastundum, klifruðu um loft og veggi, svo það var best að halda sig í fjarlægð. En mig langaði til að sjá félaga minn og samfanga í átta ár í ýms- um fangelsum. Þegar ég hitti hann í Fíladelfíu, þá mætti mér nýr maður. Sá sem áður hafði verið innilokaður og harður, já beinlínis hættulegur í umgengni var umbreyttur. Hann fagnaði mér glaður og hlýr, ég fann að honum þótti vænt um að sjá mig. Hann bauð mér að koma á sam- komu um kvöldið, ég hafði ekki áhuga á því fyrst í stað. En þegar hann sagðist syngja í kórnum, þá vissi ég að það yrði ég að sjá. Ég settist á neðstu svalir í kirkjunni og horfði á hann í miðjum hópi syngjandi Biblíu- skólanemenda. Ég fór að velta því fyrir mér hvernig hann hefði komist í þennan hóp. Söngurinn og tónlistin heilluðu mig alveg. Eftir að söngnum lauk kom predikun, sem ég skildi lítið í. En samkoman hafði mjög sterk áhrif á mig, mér var ekki Ijóst að hér var andi Guðs að verki. í lok samkomunnar var boðið fram lil fyrirbænar. Ég fór fram og þar

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.