Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 11
Náðargjöf Guðs Til að svara spurningunni hvernig við öðlumst eilíi't líf þurfum við að vita hvað eilíft líf er. Eins og endranær kemur Ritningin með svarið: . . . „Náð- argjöf Guðs er eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.“6 Eilífa líf- ið er því gjöf frá Guði. Eins og gengur og gerist með gjafir þá þurfum við að veita henni við- töku til að geta notið hennar. Það gerum við með því að með- taka Jesú Krist, sem gaf líf sitt svo að við mættum lifa eilíflega með honum. Hvað þurfum við fleira að gera til að höndla eilífa lífið? Elska skaltu . . . Jesús var oft spurður að því hvaða skilyrði menn þyrftu að uppfylla til að höndla eilíft líf. „Lögvitringur nokkur sté fram . . . og mælti: „Meistari, hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?“ Jesús sagði við hann: „Hvað er ritað í lögmálinu? Hvernig lest þú?“ Hann svaraði: „Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Jesús sagði við hann: „Þú svaraðir rétt. Gjör þú þetta, og þú munt lifa.“7 1. Júdasarbr. 14—15. 2. Opinberunarb. 14:7. 3. Hebreabr. 9:27. 4. Jóh. 6:40. 5. I. Jóh.br. 5:11 — 12. 6. Rómverjabr. 6:23. 7. Lúkas 10:25-28. Verðlauna- krossgáta — LJrslit — Þá eru kunn úrslit í verð- launakrossgátu Aftureld- ingar, 1. tbl. 1985. Þátttaka var framar vonum, því þetta er í fyrsta skipti sem lesendum blaðsins gefst kostur á að reyna við kross- gátu á síðum blaðsins. Inn- an tíðar ntunum við aftur verða nieð krossgátu, svo þið þurfið ekki að örvænta. Verðlaun féllu í hlut eft- irtalinna: 1. verðlaun — Vöruúttekt í Versluninni Jötu að upp- hæð kr. 1.000: Eygló Karlsdóttir, Hamraberg 30, Rvk. 2. og 3. verðlaun — Vöru- úttekt i Versluninni Jötu að upphæð kr. 500: Árni Hilmarsson, Hafnarstræti 63, Akur- eyri. Anna Scheving, Sætúni/Vatnsleysu- strönd. Við óskum verðlauna- höfum til hamingju með sigurinn og bendum á að vinninga má vitja í Versl- unina Jötu, Hátúni 2a, Rvk. Opnunartími versl- unarinnar er frá kl. 9—12 og 1—6 alla virka daga. Hafið þakkir fyrir þátt- tökuna! P.s. Lausnarorðið var: Drottinn er Guð. E ‘K K Ars ( 7 I D M 1 TT N A O 1] P P 1 H 1 h J N L S 1 R ( D T > J R D J_ if E G O ’ F T " 1 A IX M 'il M 0 N 1 t ? 1L V R ”M A 28 T X 2S 30 EJ islf r A M A L LL K ’Æ T L Al "I 1 B B 1 Te vs B R A K ÁT BA/ \ L M.Æ. Lausn á krossgátu

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.