Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 26

Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 26
INýr söngur nýrrar kirkju Chuck Fromm: Tónlist og menning Rætur vestrænnar tónlistar- hefðar liggja í Grikklandi hinu foma. Hugmyndir grísku heimspekinganna hafa mótað af- stöðu okkar til tónlistar. Grikkir þekktu ekki Jahve. Þeir álitu al- heiminn samsettan úr fjölda dul- arfullra aflstöðva, en þekktu ekki þá aflstöð, sem út frá einum punkti gefuralheimi líf og lífstil- gang. Grikkir álitu tónlistina búa yfir dularmagni og því þyrfti að gaumgæfa meðhöndlun og fram- setningu tónlistar. Pýþagoras heimspekingur og tónstigasmiður stofnaði leyni- reglu útvalinna og kallaðist hún „Bræðralagið“. Innan reglunnar fengu menn að kynnast leyndar- dómum tónfræðinnar. Almenn- ingur átti ekki aðgang að þeirri þekkingu. Heimspekingurinn Plató taldi það ógöfugt að nota tónlist til dægrastyttingar og skemmtunar, jafnvel að það jaðraði við guð- last. Plató og Aristóteles töldu að viss tónlistarform gætu haft áhrif til góðs og ills á mannlega hegð- un. Grikkir höfðu mjög formfasta afstöðu til tónlistar. Hún varálit- in sérstök vísindi, sem aðeins ættu að iðkast af sérfræðingum. Almenningi var ekki treystandi fyrir tónlist. Af þessu leiddi að menn skiptust í tvo aðskilda hópa, flytjendur og áheyrendur. Þetta er í heiðri haft í okkar menningu, fólki er kennt að vera njótendur — áheyrendur. Þessi aðskilnaður flytjenda og njót- enda tónlistar skýtur skökku við þá mynd sem Biblían gefur okk- ur af tónlistarflutningi. Þar er hvatt til almennrar þátttöku. Það er eðlilegt að við dáumst að þeim sem hafa mikla hæfi- leika á sínu sviði. En ijarlægðin milli flytjenda og njótenda getur ýtt undir þá tilhneigingu að flytj- endurnir séu hafnir á stall til- beiðslu og verði eins konar hjá- guðir. Þessir flytjendur, sem eru mjög mannlegir, geta orðið hetj- ur og guðir samtímans. Þar með er kominn grundvöllur þess að verkfærið sé vegsamað í stað skaparans. Því miður hafa sumir hinna bestu flytjenda kristilegrar tón- listar lent í vanda af þessum sök- um. Áheyrendur hafa viljað helja þá sjálfa á stall, í stað þess að gefa boðskapnum tilhlýðileg- an gaum. Tónlist og kirkjan (söfnuðurinn) Söfnuður frumkristninnar var mjög virkur i söng og fylgdi þar hefð Gamla testamentisins. í Jakobsbréfi 5:13 segir Jakob: „Líði nokkrum illa yðar á með- al, þá biðji hann; liggi vel á ein- hverjum, þá syngi hann lof- söng.“ Hér sést að Iofsöngurinn getur verið tengdur tilfinningum jafnt og tækifærum. Páll postuli segir í I. Korintubréfi 14:15: „Ég vil lofsyngja með anda, en ég vil einnig lofsyngja með skilningi." í Kólossubréfi 3:16 segir: „Látið orð Krists búa ríkulega hjá yður með allri speki, fræðið og áminnið hver annan með sálm- um, lofsöngum og andlegum ljóðum og syngið Guði sætlega lof í hjörtum yðar.“ Við lok fjórðu aldar var lof- söngurinn enn á meðal almenn- ings, þótt frumglóðin væri farin að dofna, allir tóku þátt í söngv- um, bænum og „amenum". Með vaxandi klerkastétt færðist tón- flutningurinn æ meira á herðar atvinnumanna, sérstakra söngv- ara. Að grískri hefð urðu fyrrum þátttakendur að áheyrendum. Þegar skoðuð eru tengsl tón- listar og trúarlífs má sjá eftirfar- andi: 1) Þar eð tónlist gegnir lykil- hlutverki í tilbeiðslu þá hafa nýir straumar í tónlist ævinlega fylgt vakningartímum. Þegar andblær Heilags anda flytur með sér end- urnýjun, þá breytast helgisiðim- ir. Söfnuðurinn vaknar og nýr söngur fæðist.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.