Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 14
ég er hjúkrunarfræðingur og svo kom rúsínan í pylsuendanum — bréf til yfirlæknisins við krabba- meinsdeildina frá lækninum „mínum" í Noregi. Viðamikill listi yfir prófanir var meðfylgj- andi og beiðni um skýrslu um niðurstöðurnar. Nú var ég meira en númer, ef til vill í og með lið- ur í rannsóknum! Deildarhjúkrunar fræðingur- inn spurði hvort það mætti bjóða mér smurbrauð og kaffi — í fyrri skiptin, sem ég kom til með- höndlunar með frumueitri, fékk ég að liggja í myrkraherberginu í fjóra tíma án þess að fá svo mikið sem vatnsglas .. . Víst vildi ég þiggja kaffibolla til hressingar. Blóðprufurnar gáfu ekki viðhlýt- andi niðurstöður og ég varð að fara heim í sömu óvissunni. Þeir þorðu ekki að gefa mér meira frumueitur — ekki í bili. Nú verða þáttaskil. Ég er með- höndluð sem ein úr hópnum, ekki bara númer. Aftur sit ég á biðstofunni í krabbameinsdeildinni. Samhliða mér sitja nokkrir krabbameins- sjúklingar og bíða eftir „með- ferðinni". Sumireru alltof ungir, aðrireru á efri árum. Sjálfri líður mér eins og ég sé á hátindi lífsins. Kona á sjötugsaldri talar án afláts. Úr andliti hennar má lesa gremju og orðin streyma: „Þetta fær maður fyrir að vera vingjarn- legur. Ég bið Andrés um að hjálpa heima, en svo fer allt í sama farið aftur. Hvaða lækni skyldum við fá í dag? Ef það er aðstoðarlæknir, þá ferég heim.“ Kona á mínum aldri er niður- sokkin í að lesa bók. Ég sé að hún reynir að komast hjá því að hlusta á samræðurnar í kring um hana. Þær eru svo niðurbrjót- andi. Á vissan hátt get ég sett mig í spor gömlu konunnar. Hún hafði reynt að koma hluta heim- ilisverkanna yfir á manninn sinn. Nú varð ég á hverjum degi að virkja fjölskyldu mína á þeim sviðum, sem höfðu verið í mín- um verkahring, meðan ég var heilbrigð. Oft vill það gleymast og vinn ég verkin sjálf, þar til ég finn að kraftinn þrýtur. Þá verð ég uppstökk og önug, við sjálfa mig og mína nánustu. Gamla konan hafði gengist undir skurðaðgerð á brjósti fyrir 5 — 6 árum síðan. Ég hvarf í eigin hugarheim. Hún var sjötug og hafði fengið að lifa í sex ár að lokinni aðgerð. Hún ætti að vera þakklát. En hún fékk víst að reyna Iífið á annan hátt. Hafði sjúkdómurinn gert hana svo nið- urdregna?“ Við mennirnir eru svo mis- jafnir, en við bregðumst við á þrenns konar hátt, þegar reynsl- ur og erfiðleikar mæta. Við get- um kallað þessar afstöður: Und- ir, miðogyfir. Ég sé einn sem hefur tekið „yfirafstöðu“. Einnig hér á bið- stofunni. Yfirborðslegur hlátur- inn nístir eins og ískaldur næð- ingur og hann segir: „Ég sam- þykki þetta ekki. Það verður breyting. Ég veit ekki hvernig ég á að geta sinnt vinnunni, ef lung- un hætta að starfa. Ég tek tarnir, svo get ég bara ekki meira og verð að leggja mig og hvíla mig. Ég skil bara ekki hvað að mér er.“ Við hin, sem sitjum í biðstof- unni, eigum ekkert erfitt með að skilja hvað er að. Lungun eru undirlögð af krabbameini, en hann „flýr“ veruleikann eins hratt og hann getur og missir þar með af fegurð ævikvöldsins. Miðafstaðan, hversu mörg okkar á biðstofunni skyldu hafa tekið hana? Mætt sjúkdómnum á eðlilegan hátt, horfst í augu við dauðann, en þorað að byrja að lifa. Við dyrnar á krabbameins- deildinni hangir falleg mósaik- mynd. Öll er myndin lögð litlum grásteinsvölum, inn á milli þeirra skjótast upp blóm, gerð úr marmara og öðrum litskrúðug- um steintegundum. Undir myndinni stendur, skrifað með smásteinflísum, „Þú, sem gengur hér um, minnstu þess að aftur vorar.“ Þetta er styrkur „miðafstöð- unnar“. Að sjá smáblómin inn á milli hrjúfu og gráu steinanna og að vita að hversu harður sem veturinn verður, þá vorará ný. Nú finnst mér ég vera sterk. Það cru sex vikur frá því ég kom síðast í meðferð. Þetta er það lengsta sem liðið hefur milli meðferða, en ástæðan fyrirauka- vikunni er ekki alveg augljós. Hvað ef blóðsýnið, sem tekið verður í dag, skilar ekki fullnægj- andi árangri, svo ég geti haldið áfram í meðferðinni? Frumueit- ur er það eina, sem hægt er að nota í mínu tilfelli. Ef sú leið reynist ófær, þá kynni allt að taka enda fyrr en reiknað var með. „Mamma, hárið á þér er svo fallegt. Mér finnst allt í lagi þó það sé þunnt.“ Davíð rennir löngum grönnum fingrum sín- um yfir hársvörðinn meðan ég sit á rúmstokknum hans til að óska honum góðrar nætur. Hárið er svo þunnt að ég greini allar út- Iínur þessarar kæru bamshand- ar. Ég er nýbúin að þvo mér hárið. Það þornar á augnabliki. Meðan hárið er blautt þá er eins og ekki sé neitt eftir af ríkulegum makk- anum, sem áður prýddi höfuð mitt. Tveim vikum eftir að ég fór í fyrstu meðferðina renndi ég

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.