Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 24

Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 24
Bréí írá lesendum Aftureldingu berast margs konar bréf frá les- endum. Hér fylgir örlítið stytt efni og er efni þess tal- andifyrir þá erfiðleika, sem steðja að mörgum heimil- um á íslandi. Við getum þó glatt lesendur með því að fyrsta bréfritara verður sent blaðið nœsta ár, sem gjöf firá velunnara Afturelding- ar. „Kæru aðstandendur Aftur- eldingar. Því miður verð ég að segja upp blaðinu frá og með áramótum, þar sem að aðeins annað okkar hjóna er útivinnandi (ég er 65% öryrki). Verðum við að skera niður á öllum sviðum sem hægt er, því við erum að berjast harðri baráttu til að byggja húsið okkar. Vonandi get ég tekið upp þráð- inn seinna, ef tímarnir verða ör- lítið hagstæðari fyrir húsbyggj- endur. Þangað til verð ég að lesa blöðin aftur og aftur og alltaf hef ég Biblíuna mína við hendina. . . . Ég óska blaðinu velfam- aðar á komandi árum. Á þessu eina ári, sem ég hef haldið blaðið hefur það farið batnandi með hveiju hefti. Ég þakka árið. Guð veri með ykkur og blessi ykkuröll. E.“ Kæri ritstjóri Aftureldingar, Einar J. Gíslason. Ég sendi þér meðfylgjandi ljóð, sem mig lang- ar til þess að birta í blaði þínu, Aftureldingu. Vinsamlegast, Eggert E. Laxdal, Ási, Hveragerði. Kristur kemur Eftir Eggert E. Laxdal Stjörnubjört er nóttin svarta, niðar haf við ströndu, himinhvolfsins hæðirskarta, hendur Drottins þær út þöndu, hugur reikar, Herrans hljóma, heilög orð hans mundu, liggur heimur ljóst í dróma, líðurörtað hinstu stundu, því skyndilega dagur Ijómar, Drottinn kemur, og þá birtist, dýrð sinni í. Vakna þú, sem væran sefur, vakna kallar Kristur, ljós hans anda líf þér gefur, loks ert þú í hönd hans ristur, dagar líða, dvel ei lengur, dáða vakni fasið, áfram tifar tímans strengur, tæmist óðum mæliglasið, og skyndilega dagur Ijómar, Drottinn kemur, og þá birtist, dýrð sinni í. Kæri ritstjóri Aftureldingar, herra Einar J. Gíslason! Undirritaður er sonur safnað- arsystur ykkar Kristínar G. Jóns- dóttur á Akranesi og leyfi ég mér hér með að senda þér nokkur bænaljóð sem ég hef verið að burðast við að setja saman — meira að vilja en mætti — í orða- stað elskulegra barna minna. Ef þau mættu verða öðrum til hug- arhægðar — og þér þættu þau ef til vill birtingarhæf eða eiga er- indi í „Aftureldingu“, þá myndi það vonandi gleðja að minnsta kosti aldraða og elskulega móður mína, sem hefur innrætt mér lífs- ins leið allt frá blautu barnsbeini. Að lokum bið ég fyrir bestu kveðjur til vina og velunnara innan safnaðarins. ( Megi góður Guð blessa og leiða starf ykkar. Ykkar einlægur, Kjartan Trausti Sigurðsson Österás, Noregi. Góðijesús að mér gá á grýttum lífsins vegi. Forða mér allri hættu frá fram að hinsta degi. Guð mig ávallt geymi á göngu minni í heimi. Lýsi mér leið og blessi frá öllu lamasessi. Berðu höfuðið hátt og heilsaðu komandi degi. Lifðu við lífið í sátt og lofaðu Frelsarans vegi.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.