Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 12

Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 12
Framhaldssagan: Aftur til lífsins Hvernig gengur? Ég veit ekki hversu oft ég hefi svarað þessari spumingu síðustu mánuðina: „Hvemig gengur?“ Dag einn settist ég niður og hugsaði um þessa spumingu. Hvemig gengur mér eiginlega? Ég hef raunar ekki hugmynd um hvernig mér gengur. í lækna- bókunum stendur að myelomat- osa sé illkynjaður sjúkdómur og sé ekkert gert við honum þá séu lífslíkumareitttil þrjúár. Læknirinn, sem meðhöndlar mig, segir að allt bendi til þess að ég megi reikna með „nokkrum árum“ ólifuðum. En hve langur tími það er veit ég ekki heldur. Vinir mínir telja að ég muni „spjara mig“. Maðurinn minn og bömin vænta kraftaverks innan tíðar — biðja um það, vona og biðja... Það er aðeins ég sem lifi í al- gjörri óvissu og sætti mig full- komlega við að lifa aðeins einn dag í einu. Ég hefi nú þegar lagt líf mitt í hendur Guðs. Eru ekki hugsanir hans og fyrirætlanir æðri og betri en áætlanir mínar og áhyggjur? Jú, ég er raunsæ þegar ég segist ekki hafa ástæðu til annars en að finna mig ör- ugga. — Ef til vill er þessi örygg- istilfinning uppbót á það sem ég á að baki? Ég var á sautjánda ári. Það greip mig köllun til kristniboðs. Nei, kallið kom ekki frá neinum kristniboðssamtökum. Samt var köllunin mér svo raunveruleg, vildi ég halda af stað, eða vildi ég það ekki? Ég gerði upp jákvæða og nei- kvæða dálka reikningsdæmisins. Mínar eigin áætlanir og draumar stefndu í allt aðra átt en þá, sem ég vissi að Guð hafði ætlað mér að ganga. Kólfurinn sló til beggja handa, en að lokum dró ég loka strikið og bar saman niðurstöð- urnar. Útkoman var stór plús! Það eina skynsamlega var að ganga inn í þær fyrirætlanir sem skapari og Drottinn alheimsins hafði með mig. Ég fékk að sjá hjálp Guðs í hinu hversdagslega sem og á stórum stundum ævinnar. Þetta varspennandi líf — og öruggt. Var það ekki sama öryggi, sem ég reyndi nú? Það öryggi, sem Guð gefur, er stöðugt! Og nú, þegar ég er spurð: „Hvemig gengur?“ Þá svara ég ævinlega: „Það gengur uppá- við!“ Flestir brosa breitt og nikka til mín þegar ég svara þannig. En aðrir missa andlitið, verða graf- alvarlegir og líta síðan rannsak- andi á mig. Þeir skilja samheng- ið. Ég afhjúpa mig með svarinu en stend fast á hverju orði. Hvemig sem á það er litið, þá gengur það uppávið! í dag fæ ég aftur frumueitur. Ég sit hér á grábláum bekk í lystigarði í sænskri stórborg. Háar sjúkrahúsbyggingar teygja sig upp í himininn til allra handa. Ég er svo lítil samanborið við allt þetta stóra, ég var bara númer á biðstofunni fyrir tíu mínútum síðan. Það átti að taka blóðprufu að venju. Venjur, hér var allt svo vanabundið, vana- bundnar hreyfingar, augnatillit og andlitsdrættir. — En ég er ekki vanabundin. Ég er ný í þessu hlutverki, veik af bein- krabba. Ég hugsaði um hvort ég hafi sjálf virst vera svona örugg og ópersónuleg, þegar ég starfaði sem hjúkrunarkona. Var ég jafn köld og sótthreinsuð og þær sem

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.