Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 28

Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 28
Guð staríar á leyndardómsíullan hátt Einmana skipbrotsmanni, innilokuðum á eyðiey tókst að reisa sér smákofa, þar sem hann gat komið fyrir öllu er bjargaðist úr skipsskaðanum. Hann bað Guð að senda sér björgun og daglega skyggnd- ist hann áhyggjufullur út yfir sjóndeildarhringinn, reiðubú- inn að gefa merki ef skip nálg- aðist. Dag einn, er hann kom af veiðum, varð hann skelfingu lostinn þegar hann sá að kof- inn hans stóð í björtu báli. Allar eigur hans brunnu til ösku. Því- líkur harmleikur! En næsta dag renndi skip að eynni. „Við sáum reykmerkið þitt í gær,“ útskýrði skipstjórinn. Hlutimir gerast ekki af hend- ingu. Það sem kann að virðast til- viljun í dag getur reynst bless- un á morgun. Hörmungar, slys, þjáningar, óveður, óvænt dauðsfall, að missa af flugvél eða lest hefur haft í för með sér afturhvarf til trúar á Jesúm Krist, köllun til þjónustu við Guð og meðbræður og björg- un mannslífa. Eitt lítilfjörlegt atvik getur orðið hlekkur í víðtækri atburð- arás. Upp úr 1870, hugðist auð- ugur uppgjafa plantekrueig- andi halda heimleiðis frá írsku veðreiðunum, en varð fimm mínútum of seinn til að ná ferj- unni yfirtil Englands. Tilneydd- ur að eyða nóttinni í Dyflinni labbaði hann niður aðalgötu borgarinnar og rak þá augun í nöfnin Moody og Sankey, á leikhúsi. Undrandi á fjölleika- sýningu þessari, dreif hann sig inn og varð fyrir óvæntri lífs- reynslu. Hann greipst svo af söngnum og boðskapnum að hann stóð við í nokkra daga, uns hann frelsaðist! Á leiðinni til Englands vann hann annan auðugan plant- ekrueiganda fyrir Krist. Sá hét Edward Studd. Hann vann syni sína fyrir Drottin, þeirra á með- al C.T.Studd, þekktan enskan knattlcikara, sem gerðist kristniboði í mörgum löndum og stofnaði World Wide Evangelization Crusade (Heims- krossferðatrúboðið). Þegar hann tók í arf meira en fjörutíu milljónir króna af fast- eignum föður síns, las C.T. Studd um Krist og ríka, unga höfðingjann og gaf rúma eina milljón króna af auði sínum til trúboðans, D. L. Moody. Með þessu fé kom liann á fót Moody Biblíustofnuninni. Hverjum hefði dottið í hug að jafn ómerkilegt atvik sem það, að missa af bát eftir írsku veðreið- arnar, mundi mörgum árum síðar koma út í gjöf, er yrði til að fjármagna stofnun frægs Biblíuskóla? Hefði Páll ekki verið fangels- aður, má vera að við hefðum

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.