Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 23

Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 23
s ERLENDAR FRÉTTIR - ERLENDAR FRÉTTIR - Hátíðamót norskra Hvítasunnumanna. . . var haldið í Ósló dagana 8,—12. maí, í tilefni 75 ára kristniboðs þeirra. Að Islands hálfu sótti mótið Einar J. Gíslason. Mikið fjölmenni sat mótið og þátttakendur úr öllunt heimsálfum heiðruðu Norðmenn fyrir mikið og gott framlag. Eiga þeir í dag meira en 300 kristniboða í 26 þjóðlöndum. Reka þeir ásamt kristniboði, skóla, sjúkrahús og margvíslega hjálparstarfsemi. íslendingar heiðruðu Mildu Spánbcr Jacobsen, Bjarna Ásbö og norska Hvítasunnuhreyfingu með virðulegum gjöfum. Einar talaði í tveim guðsþjónustum og sat fyrir svörum í svæðisútvarpi við góðar undirtektir. Predíkað yfir 22 þjóð- um áeinni viku! í páskavikunni predíkaði argent- íski predíkarinn Luis Palau yfir spænskumælandi fólki í Suður-Am- eríku, Norðvestur-Afríku, á Spáni og í Norður-Ameríku. Naut hann nú- tímatækni og voru ræður hans send- ar um 480 sjónvarpsstöðvar og 330 útvárpsstöðar. Milljónir áheyrenda nutu þessara sendinga. Eina ríkis- stjórnin, sem hafnaði þessum út- sendingum, var sú i Nicaragua. Ótt- uðust þarlendir pólitískan áróður. En nú er vitað hvað Palau boðaði og standa vonir til þess að Nicaraguar fái að njóta páskaboðskapar Palaus innan tíðar. Fangelsanir í Grikk- landi Einn Grikki og tveir Bandaríkja- menn voru nýverið dæmdir til þriggja og hálfs árs fangavistar af dómstóli í Aþenu. Sök þeirra var að hafa samband við pilt að nafni Cost- as Cotopoulous. Costas gerðist kristinn og hóf að sækja samkomur í Hvítasunnukirkju. Móðir piltsins sótti trúboðana til saka á grundvelli laga, sem sett voru til vemdar „rétt- trúuðum", það eru þeir sem tilheyra grísku rétttrúnaðarkirkjunni. Trú- boðamir, sem áfrýjuðu dómnum, eru Costas Macris stjórnandi Hellen- iska trúboðsins, Don Stephens starfsmaður Youth With a Mission og Allan Williams skipstjóri trú- boðsskipsins Anatasis. Hvítasunna Framhald afbls. 9 Þegar Páll spyr: „Hvort tala allir tungum,“ þá á hann við hvort allir hafi þá náðargjöf. Hann þurfti ekki að spyrja andans skríða menn hvort þeir ættu táknið — það fylgir ávallt. í nútíma hvítasunnuhreyfingu þá kemur þetta mjög skýrt fram. Sumir eiga Hjótandi tungutals- gáfu og tala mikið tungum. Aðrir hlutu fyllingu andans og töluðu þá og það fylgir þeim, en ekki meira. Þeir öðluðust táknið unt skírn andans. „Þessi tákn skulu fylgja þeim er trúa. Þeir rnunu tala nýjum tungum,“4 sagði Jes- ús Kristur. 32 þúsund Biblíur og Biblíu- hlutar, þ.e.a.s. Nýja testamentið, hafa farið út frá Hinu íslenska Biblíufélagi undanfarin þrjú ár. Boðskapurinn um Heilagan anda, náðargjafir, eldinn, tungu- talið, er til staðar í öllunt þessunt bókurn. Bæn okkar sem að þessu blaði stöndum, er sú, að íslensk þjóð megi reyna að upplifa þessi und- ur náðarinnar, sem fátækleg orð okkar ná aldrei að lýsa. Aðeins reyndurgetur. Þá er Hvítasunna ekki aðeins hátíð tvo daga á ári, heldur dag- leg reynsla árið í kring. í Fíladclfíusöfnuðinum í Reykjavík er þetta alltaf að ger- ast, á skírdagskvöld féll Andinn svo bæði sást og heyrðist. „Vér heyrðum þá tala tungum og miklaGuð“. Megi það verða reynsla þín, er lest þessarlínur. Ritstjórinn. 1. III. Mósebók23ogIl. Mósebók23. 2. Jóhannes7:39 3. Postulasagan 19:3 4. Markús 16:17 Herbert Larson er far- inn heim til Drottins Látinn er í Svíþjóð Herbert Larson trúboði. Hann kom til Is- lands í byrjun Hvítasunnustarfs- ins hér, árið 1924, þá innan við tvítugt. Nam hann íslenska tungu frábærlega vel og starfaði hér um fjölda ára. Hann kvæntist Maren Larson, færeyskrar ættar, hjúkr- unarkonu og mikilhæfri mann- eskju. Þau áttu heima á íslandi, Færeyjum en lengst af í Svíþjóð. Herbert var miklum hæfileik- urn búinn. Lék hann afar vel á gítar og söng við eigin undirleik. Hann var dugnaðar maður og lagði á sig ferðalög við frumstæð- ar aðstæður oft á tíðum — fór á milli landa á færeyskum skútum og það öll stríðsárin. Með þess- um fáu línum eru fluttar þakkir og eiginkonu hans og börnum sendar samúðarkveðjur. Otför hans var gerð 17. maí síðastliðinn. ERLENDAR FRETTIR - ERLENDAR FRETTIR -

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.