Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 29

Afturelding - 01.04.1985, Blaðsíða 29
aldrei fengið í hendur né auðg- ast af fangelsisbréfum hans, Efesusbréfinu, Filippíbréfinu, Kólossubréfinu og Fílemons- bréfinu. Einnig má vera að sumir hirðmenn keisarans hefðu ekki frelsasl, hefðu þeir ekki neyðst til að hafa stöðuga umgengni við Pál og verið hlekkjaðir við Kristniboðann mikla. Hefði Bedfordfangelsið á Englandi ekki komið við sögu, þar sem John Bunyan varð að dúsa í tólf ár, hefðum við kannski aldrei eignast För Pila- grimsins. Stefán var grýttur til bana. Skarpur, ungur ofstækismaður er hjá stóð, fylgdist með hverri lireyfingu og orði sem sagt var. Óviðjafnanleg hugprýði píslar- vottarins á dauðastundinni var efalaust einn af þeim mögnuðu broddum, er Sál var erfitt að spyrna gegn fyrir afturhvarf sitt á veginum til Damaskus. „Blóð píslarvottanna er útsæði kirkj- unnar.“ Dauði Stefáns hafði líka ann- að gott í för með sér. Kristnir menn er áður höfðu hrúgast saman í Jerúsalem, tvístruðust víða og prédikuðu alstaðar orð Guðs. Vegir Guðs eru órannsakan- legir. Hann getur snúið öllu til góðs, jafnvel dauðanum. „En vér vitum að þeim sem Guð elska, samverkar allt til góðs, þeim sem kallaðir eru sam- kvœmt fyrirhugun. “ (Róm 8:28). Ef ekki nyti næturinnar við sæjum við engarstjörnur. The Evidcncc, H.G.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.