Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 4

Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 4
ko var einn vinsælasti skemmtikraftur Finna, há- launaður og eftirsóttur, þegar hann gafst Jesú Kristi. Þá sneri hann bakinu við skemmtiiðnaðinum, fór á. biblíuskóla og gerðist síðan trúboði. Allt frá árinu 1980 hefur hann ferðast víða um heim og sungið fyrir hundruð þúsunda áheyrenda við mikla hrifningu. Viktorer listamað- ur af Guðs náð, hann hefur ótrúlegt raddsvið og fallega söngrödd. Honum er gefin sú gáfa að ná tökum á áheyrend- um, það skipti ekki máli hvort hann söng á finnsku, rússnesku, sænsku eða ensku á alheimsmótinu, áheyrendur voru sem bergnumdir. Viktor ferðast með fjögurra manna hljómsveit, bróðir hans leikur á balailaika og gítar, auk hans er píanóleikari, fiðluleikari og bassaleikari. Tónlistin er fjölbreytt, takt- fastir kósakkasöngvar, angur- vær rússnesk lög, þekktir sálmar sem hafa verið frískað- ir upp eða lluttir i kósakkastíl. Við náðum tali af Viktori Klimenko, hann lagði áherslu á það að hann er ekki lengur skemmtikraftur. Hann ertrú- boði. Vandi manna felst fyrst og fremst í því, sem heitir synd. Jesús Kristur megnar að frelsa frá synd, þau gleðitíð- indi vill Viktor Klimenko út- breiða. Þess má geta að alll bendir til þess að Viktor Klimenko heimsæki ísland á hausti komanda. Þá gefst íslending- um tækifæri til að heyra þennan frábæra söngvara í eigin persónu. VIKTOR KLIMENKO Finnski kósakkasöngvar- inn Viktor Klimcnko vakti óskipta hrifningu og athygli á alheimsmótinu í Ziirich. Viktor Klimenko er ekta kósakki, fæddur í Rússlandi, en fluttist með foreldrum sín- um á unga aldri til Finnlands. Hann ávann sér mikla frægð og vinsældir fyrir flutning á rússneskum þjóðlögum og söngvum í þeim stíl. Klimen-

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.