Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 23

Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 23
Frctlir — Fréttir — Frcttir — Frcttir — Frcttir — Ircttir — Frcttir — Frcttir — Frettir — Irc'tti Vakníng i S-Aíríku og Zimbabwe „Tákn og undur fylgja stórkost- legri hreyfingu Heilags anda, tugir þúsunda hafa fiykkst inn í Guðsríki, þeirra á meðal Sally Mugabe, eigin- kona forsætisráðherra Zimbabwe. Sally Mugabe tók ákvörðun urn að fylgja Jesú Kristi, í sextán daga sam- komuherferð, sem Reinhard Bonnke og samtökin Christ for All Nations héldu í Harae.“ Fleiri háttsettir borg- arar voru í hópi þeirra 31.000 sem tóku þessa sömu ákvörðun, segir ennfremur í frétt Revival Magazine. Breski presturinn Alan Vincent segir að þar sem fagnaðarerindið sé predíkað í krafti, hverfi aðskilnaður hinna fimm þjóðfélagshópa í Suður- Afríku. Söfnuðir, sem töldu 50—200 safnaðarmeðlimi, telja nú þúsundir. Þetta hefur leitt til notkunar stórra samkomutjalda og mikilla kirkju- bygginga. Séra Ray McCauley, fyrrum Hr. Alheimur, hefur sannarlega séð Guð að starfi. Eftir að McCauley endur- fæddist hætti hann að rækta vöðvana og stofnaði söfnuð með 13 safnaðar- Þýski trúboðinn Reinhard Bonnke talaöi til um 300.000 áheyrenda í samkomuherferð í Zimbabwe. Hann hélt 16 útisamkomur í höfuðborginni Hararc. Yfir 31.000 manns gcrðust kristnir á samkomum þcssum. systkinum 1979. Nú telur söfnuður hans í Jóhannesarborg ytir 6.000 safnaðarmeðlimi. Séra Vincent segir lykilinn að þessum framgangi vera mikla bæn, „ég hef aldrei séð fólk stunda bæna- líf, á þann hátt, sem þama“. IPPA Trúbodí ísrael Bandaríska Hvitasunnuhreyfingin AOG undirbýr nú trúboð í ísrael. Ross Byars kristniboði hefur gert áætlun í Qórum liðum. Fyrst var komið á fót bréfaskóla, sem innritað hefur 800 nemendur á 14 mánuðum, þá er vikulega dálkur með spurning- um og svörum í útbreiddasta arab- íska dagblaðinu. Þriðja atriðið er að setja upp námsmannamiðstöðvar við hvern háskóla og loks að stofna Biblíuskóla og kennaraskóla á næsta ári. IPPA Vakning i Finnlandi! Undanfarin ár hefur trúaráhugi vaxið mjög í Finnlandi. Nýverið kom út rit, sem nefnist „Evangelísk- lútherska kirkjan í Finnlandi 1980 — 1983“. í þessari greinargerð kemur fram að ýmsar vakningar- hreyfingar innan lúthersku kirkjunn- ar njóta velgengni og ríkulegs árang- urs af starfi sínu. Samtíms því að vakningarhreyfingarnar vaxa minnkar aðsókn að hefðbundnum messunt þjóðkirkjunnar. Náðar- gjafavakningin hefur einnig eflst og stendur hún mun sterkari fótum í Finnlandi en á hinunt norðurlönd- unurn. Finnsku fríkirkjurnar njóta einnig vaxtar, það á ekki síst við unt Hvíta- sunnuvakninguna sem helur fengið að sjá vakningu víða um landið und- anfarin ár. Talið er að Ijöldi þeirra, sem gengið hafa í hvítasunnusöfnuð- ina nemi mörgum þúsundum manna. KS2885

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.