Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 11
drepandi verðurað víkja fyrir. Augu mín liafa opnast fyrir því að þetta verður að lærast, það þarf að fræða fólk um lof- söng. Það er einnig andlegt emþætti í söfnuðinum að leiða lofsöng, sá sem það gerir þarf að vera gæddur spámannlegri gáfu og næmleika á handleiðslu Heilags anda. Ég trúi því að Guð vilji reisa upp fólk sem leiðir lof- söng í öllum söfnuðum. Ég veit að þessu fylgir meiri andleg leys- ing en nokkurn grunar. Hvað viltu segja okkur um starf ykkar á Kanaríeyj- um, þangað fer fjöldi ís- lendinga ár hvert? Við liöfum einkum starfað á Gran Canaria, á ensku strönd- inni svonefndu. Með okkur hef- ur starfað hópur ungs fólks, sem er liðtækt í söng og hljóðfæraleik. Starf okkar hefur miðstöð í kirkju allra þjóða og kristinna kirkna, sem heitir „Templo Ecu- menico“. Á daginn förum við um og syngjum fyrir sundlauga- gesti og sóldýrkendur. Gefum kristilegt lesefni og bjóðum fólki að sækja kvöldsamkomur eða opið hús í kirkjunni. Stundum höfðum við sérstakar söngsam- verur undir heitinu „Allur söfn- uðurinn syngur". Þessar stundir voru ævinlega fjölsóttar. Við gerðum oft skyndikönnun og báðum þá, sem voru vanir að sækja kirkju, að rétta upp hendi. Yfirleitt voru það um 15—20% kirkjugesta. Fólk í hvíldarleyfi virðist vera opið fyrir boðun trúar, annir daglega lífsins kalla ekki. Það er engir nágrannar, sem þarf að hræðast að frétti af kirkjugöngunni og engir ættingj- ar heldur! Ég ráðlegg öllum Kanaríeyja- förum eindregið að koma í „Templo Ecumenico", það er góð hvíld frá háspenntum skemmtistöðum og öllu grísa- veislustandinu. Samkomurnar sem við höld- um eru einkum ætlaðar norrænu fólki, og það kemur fólk frá öll- um Norðurlöndum, já líka ís- lendingar. Við erum oft beðin um að koma á veitingastaði og í hótelin og hafa helgistundir. Um jólin er svo mikil eftirspum að við höf- um tæpast við að sinna öllum beiðnum um söng- og helgi- stundir. Við gefum íslensku ferðaskrif- stofunni á Gran Canaria upplýs- ingar um það, sem um er að vera í „Templo Ecumenico“ og okk- ur þætti vænt um að sjá fleiri ís- lendinga. Ég veit að heimsókn þeirra í þessa kirkju gæti orðið hápunkturinn á góðu orlofi. Myrnlir o(> texti: Guóni Kinursson

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.