Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 25

Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 25
fólk. Okkur hinum yngri var falið að leggja til dót það er við áttum, einnig var okkur falið að ná í veislukostinn sem var aðallega súrblöðkur, skarfakál og súrur. Einnig hafði mamma gefið þeim eina og hálfa rúgköku og mjólk á flösku til veislugerðar. Þær komu á móti okkur og tóku á móti veislukostinum. Við máttum ekkert sjá fyrr en allt væri tilbúið. En nú vantaði allt til skreytingar. Við urðum að fara langt upp í móa nálægt Sandflögum, til að ná í þessa fallegu blómstur- hnausa, sem átti að skreyta með veislusalinn, en rætur blóm- hnausanna stóðu svo djúpt í moldinni að við ætluðum aldrei að geta losað þá með berum höndum. Þá sagði ein systir mín: „Það gengi aldeilis betur ef maður hefði góðan hníf.“ Þetta var kveikjan að eftirminnilegustu freistingu sem ég hefi lent í um mína daga. Ég hélt heim, klifraði upp á hilluna, tók vasahnífinn hans pabba, hélt um hann í vasa mínum, því ég ætlaði aldeilis ekki að týna honum, bara að fá hann lánaðan og skila honum aftur á sama stað. Þegar ég kom til syst- kina minna, voru þau að reyna að losa stóran, afar fallega blómstr- aðan hnaus. Ég rétti þeim hníf- inn. Það varð verkfall, þau horfðu öll á mig og sögðu: „Tókstu hnífinn hans pabba, vissirðu ekki að hann bannaði okkur að taka hann.“ Ég hefði helst viljað sökkva ofan í jörðina, loks stundi ég upp: „Ég fékk hann bara lánaðan.“ Nú, úr því hnífurinn var kominn þá þýddi ekki annað en að nota hann. Við fórum yfir stórt móasvæði og skárum marga hnausa og bárum þá að veislusal. Þegar systurnar voru búnar að ganga frá öllu eins og þeim líkaði var loksins kallað í okkur. Atvikin sem á eftir gerðust urðu þess valdandi að þessi veisla er sú minnisstæðasta sem ég hefi lifað. Það sem táknaði dyrahurð var blámáluð fjöl u.þ.b. % metra löng og svo sem 3 tommu breið. Þar urðum við að berja þrjú högg, þá kom elsta systir okkar til dyra og urðum við að heilsa henni með handabandi. Ekki var það nóg, því þegar við vorum komin inn fyrir bláu fjölina urðum við að taka ofan og heilsa næstelstu systur okkar með handabandi og standa beinir frammi við „hurð“, þar til þær sögðu okkur að gera svo vel og ganga í baðstofuna og setjast að borðum. Kannski hef ég aldrei séð fegurra borð né veislusal, allt umhverfis var þakið blómahnausum, stólarnir voru steinar, en þeir voru þaktir grænum burknablöðum. Þessi burknablöð tíndum við í djúpum klettasprungum suður við Starartjarnir. Borðið var allstór korkplata er stóð á steinum, allt klætt með burknablöðum og um allt borðið var stráð gleym- mér-ei, blóðbergi og fleiri blómategundum. Diskarnir voru kúskeljar, hlaðnar súrblöðkum og rúgkökubita á hverjum diski. Öðuskeljar með hundasúru og skarfakáli, en á miðju borði stóð mjólkurkannan sem var stórt ígulker sem var fundið á Skolla- sandi fyrir 2 árum, hreinsað, soðið og geymt. Bollarnir voru stórir kuðungar sem höfðu verið soðnir og geymdir, en nú notaðir í fyrsta skipti. Ég hugsa að þeir stærstu hafi tekið nærri jafnmikið og lítill alvörubolli. Þessi veisla stóð alllangan tíma. Var loks sú undanþága gefin að við mættum ljúka af öllum diskurn, en ef við værum í alvöru veislu hjá full- orðnu fólki, mátti það aldrei fyrir okkur koma, heldur borða nokk- uð af öllum tegundum, en ljúka aldrei alveg af neinum diski. Nú var veislunni lokið, búið að þvo upp bútauið, fara með stól-

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.