Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 22

Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 22
MATTHÍAS ÆGISSON Fréttir — Frc'ttir — Fréttir — Fréttir — Fréttir — Fréttir — Fréttir — Fréttir — Fréttir — um. Hópurinn gerði stutta dvöl hér á landi en kom fram í Stapa að kvöldi miðvikudagsins 4. júlí og í Fíladelf- íukirkjunni tvö næsu kvöld. Þess má til gamans geta að stjórnandi CELE- BRANT SINGERS, Jon Stemkoski stjórnaði og söng með Continental Singers í mörg ár áður en hann stofn- aði Celebrant Singers. Báðir sönghóparnir voru hýstir af meðlimum Fíladelfiusafnaðarins og var boðið að Þingvöllum og Geysi. Miðdegisverður var snæddur á Laug- arvatni, silungur og skyr. Gerðu gestimir bví góð skil og virtist betta nýtt fyrir bá marga. Ofsóknir í Biílgaríu Frá Búlgaríu berast bær fréttir að COG Hvítasunnusöfnuðirnir hafi verið mikið ofsóttir síðustu tvö árin. Engu að síður hefur brem nýjum söfnuðum verið komið á fót. Ein virkasta aðferðin til útbreiðslu fagn- aðarerindisins er við brúðkaup. Þeg- ar safnaðarfólk gengur í hjónaband efnir söfnuðurinn til sex klukku- stunda hátíðar bar sem mikið er predíkað og sungið. Þessar samkom- ur eru löglegar, bví bátttakendur mega gjarnan samfagna brúðhjón- um. IPPA Bibliufélagið 170 ára 10. júlí síðastliðinn var bess minnst við Guðsbjónustu í Hall- grímskirkju, að rétt 170 ár eru liðin frá bví Ebeneser Henderson stofnaði Hið íslenska biblíufélag. I kjölfar stofnunarinnar kom Biblían 1813 og Nýja testamentið nokkru síðar. Hvort tveggja var í stórum upplögum. Biblía Hendersons vakti athygli fyrir meinlega prentvillu í Harmaljóðum Jeremía spámanns. Þýðingin var Harmagrátur Jeremía en varð Harmagrútur. Fylgdi bað öllum síðum bessarar litlu bókar Biblíunnar. Stofnun Hins Islenska biblíufélags gaf af sér Viðeyjar-Nýja testamenti frá árunum 1825 — 1827, Viðeyjar- Biblíu árið 1841 og svo Reykjavík- ur-Biblíu 1859. Allt betta eru sannir kjörgripir. Vegur Biblíufélagsins er mikill í dag. Síðastliðin 4 ár hafa verið seldar ekki færri en 40.000 Biblíur og Nýja testamenti. Almenna Bókafélagið gerði Biblíuna að bók máanaðarins í janúar 1984 og seldi bá 8.000 eintök. Mcrk og gód helmsókn 26. júní síðastliðinn komu til landsins kór og hljómsveit frá Kali- forniu, „CELEBRANT SINGERS.” Hélt hópurinn 8 samkomur á Reykjavíkursvæðinu og Kefiavíkur- flugvelli. Aðsókn var mjög góð og kemst ekkert til samjöfnunar, nema bá vakningarsamkomur Rolfs Karls- sonar heitins, hér um árið. Lokasamkoman var í Broadway og lánaði eigandi hússins, bað endur- gjaldslaust. Voru bar saman komnir meira en 1.000 manns. Samkoman stóð yfir á briðja tíma og tugir manna komu fram til fyrirbæna og leituðu Drottins. Klukkan 6 um morguninn hélt hópurinn síðan af stað til Lúxem- borgar til að taka bátt í Alheimsmóti Hvítasunnumanna í Ziirich í Sviss. Vestur um haf var síðan fiogið 8. júlí með viðkomu á Islandi. Og enn kom kór... Celebrant sönghópurinn var varla búinn að stilla strengi sina á Al- heimsmótinu begar annar sönghóp- ur lagði lcið sína hingað til lands. Var bar á ferð „CONENTINEN- TAL SINGERS” sem samanstendur af 42 söngvurum og hljóðfæraleikur- MATTHÍAS ÆGISSON

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.