Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 10
tillits til þess hvort söngurinn var úr þessari bókinni eða hinni. En ég held að það sé mjög mikilvægt að mönnum sé ljóst innihald söngvanna og að þeir séu frambornir í réttu samhengi. Það sem við nefnum einu nafni „lofgjörð" kalla ensku- mælandi menn „praise and worship" (lofgjörð/þakkargjörð ogtilbeiðslu). Við eigum að byrja á þakkar- gjörðinni, syngja um hvað Jesús hefur fyrir okkur gert, náðarverk hans á Golgata og fóm hans. Við eigum að minnast fórnar hans, þá munum við og hvað við eig- um í honum. Þannig eigum við að ganga inn um „hlið Drottins“ með þakkargjörð í sál. Þetta hef- ur ótvíræð áhrif í andans heimi. Þegar þetta hefur verið gert, þá er komin rétt forsenda fyrir til- beiðsluna. Þá upphefjum við Drottin, tignum hann og veitum honum lotningu. Gefum Guði þann sess sem hann á í guðsþjón- ustunni. í 22. Davíðssálmi segir að Drottinn ríki yfir lofsöngvum ísraels, í sumum Biblíuþýðing- um segir að hann ríki (sitji í há- sæti sínu) á lofsöngvum ísraels. Reynslan hefur sýnt að í þessu andrúmslofti tilbeiðslu, þegar Jesú nafn er upphafið, hefur fólk og söfnuðurinn fengið að reyna Guð á stórkostlegan hátt. Það gerast undur, lækningar og fólk mætirGuði á áþreifanlegan hátt. Þessi lofgjörð er andlegt afl sem hið þreytta, dapra og niður- „Þetta er andleg veisla!" I Ffladelfíu í Stokkhólmi. Þessari andlegu hrær- ingu hefur fylgt það sem kallað er lofsöngur eða lofgjörð. Hvað viltu segja um það? Við höfum dvalið nokkrum sinnum í Lakeland í Florida, þar er stór Biblíuskóli Hvítasunnu- manna. í söfnuðum þar vestra er lofgjörð og lofsöngur mjög ríkur þáttur í safnaðarlífinu og hefur verið um árabil. Þetta hefur ver- ið að koma til Evrópu á undan- fömum árum. Þar vestra hef ég aldrei orðið vitni að neinu því, sem mælirgegn því að lofgjörð sé iðkuð í ríkum mæli. Hvaða munur er á hefð- bundnum sálmasöng og þessum lofsöng? Það þarf ekki að vera neinn munur og samt er munur. Þar sem ég þekkti best til í Florida voru sungnir jafnhliða gamlir sálmar og nýir lofgjörðarkórar. En lofgjörðin hefur innleitt nýj- an áhuga á söngnum, nýjan til- gang og gefið söngnum nýjan innblástur. Gömlu og nýju söngvarnir voru sungnir af sömu innlifun, gleði og innblæstri og vöktu sömu viðbrögð í tjáningu, höndunum ýmist lyft í tilbeiðslu eða klappað saman af gleði, án

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.