Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 28

Afturelding - 01.07.1985, Blaðsíða 28
Gudni Einarsson: I marsmánuði síðastliðnum átti ég leið um London ásamt systur minni. Við höfðum þar sunnudag til ráðstöfunar og ákváð- um að verja honum til kirkjugöngu. í borginni starfa nokkrar Hvítasunnu- kirkjur, auk þúsunda annarra kirkna og safnaða, svo úr nógu var að velja... grn ■ ■ ■ ■ ■ i iii tivVVVVwpb 1 y Sunnudagur i Londo Fyrst varð fyrir valinu „Kens- ington Temple“, það er hvíta- sunnusöfnuður, sem kemur sam- an í ríflega aldargamalli kirkju við Kensington Park Road. Þótt byggingin sé komin til ára sinna, þá er ekki að finna nein þreytu- merki á söfnuðinum. Undanfar- in fimm ár hefur hann margfald- ast að stærð, búið er að auka sætarými mjög í kirkjunni með byggingu svala, opnuð hefur ver- ið bókaverslun í hverfinu og mjög mikil félagsleg aðstoð veitt á ýmsum sviðum. Við tókum neðanjarðarlest til Notting Hill Gate stöðvarinnar, þaðan er stutt ganga upp Kensington Park Road til kirkj- unnar. Þegar við komum til kirkju um hálfellefu leytið var þegar komið nokkuð af fólki, sem ætlaði að sitja samkomuna klukkan ellefu. Þetta var önnur morgunsamkoman, sú fyrri var klukkan níu og þá var fullt hús, um sjöhundruð manns. Vegna aðsóknar hefur verið brugðið til þess ráðs að tvísetja kirkjuna á sunnudagsmorgnum. Aftur yrði svo haldin kvöldsamkoma klukkan sex. Nú fór fólk að streyma inn í kirkjuna, fyrr en varði var hvert sæti skipað og söfnuðurinn mjög fjölskrúðugur. Sagt er að þarna sæki að staðaldri fólk af 85 mis- munandi þjóðernum og úr öllum þrepum þjóðfélagsstigans. Þar á meðal eru þekktir stjómmála- menn, menntafólk, miðstéttar- fólk og þeir sem minnst mega sín. Hlið við hlið sátu „pönkuð'* ungmenni með græna hártoppa og virðulegir heldri borgarar í röndóttum buxum. Samkoman hófst með lífleg- um söng, átta ungmenni leiddu

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.