Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 3
s fylgdu. Ég var að nokkru leyti frjáls frá sjálfri mér. Guð sendi elskulega, litla og guðhrædda konu frá Hjálpræðis- hemum í fangelsið einu sinni í Rómverjabréfinu 7:24, „Ég aumur maður! Hver mun frelsa mig frá þessum dauðans lík- ama?“ viku. Auk þess sendi hann mér mjög sannfærandi vinkonu og samfanga, sem var alveg ákveðin í að taka mig með sér til þess að heimsækja þessa litlu guð- hræddu konu. Þótt ég hefði ekki áhuga á trú hennar, hafði ég áhuga á sælgætispokanum, sem hún hafði alltaf á skrifborðinu sínu. Einnig gafst þá tækifæri til að komast út úr umhverfinu þar sem við vorum lokaðar inni. Ég vissi ekki að hönd Guðs væri með mér, og þessi litla guðhrædda kona tók það að sér að knýja á hlið himins fyrir mína bönd. Ýmsir atburðir urðu til þess að afstaða mín til fagnaðar- erindisins fór að breytast. Eitt- hvað var að gerast í hjarta mínu. Eg vildi ekki gera það sem ég gerði rangt! Eins og Páll sagði í Eftir að hafa reynt að flýja úr fangelsinu, náðist ég og var sett í einangrun. Ég bað um Biblíu, þrátt fyrir að ég óttaðist að verð- irnir héldu að ég væri aðeins að reyna að líta gæðalega út áður en ég yrði leidd fyrir rétt (þar eð ég átli eftir að dæmast). Mér var bannað að reykja, en þótt undarlegt megi virðast, virt- ist biblíulesturinn losa mig við tóbakslöngunina. Ekki aðeins það, heldur fann ég jafnvel frið í sál minni. Konan frá Hjálpræð- ishernum kom að heimsækja mig í litla gluggalausa klefann. Ég skammaðist mín! Hún gaf mér sælgæti, veitti mér kærleika og bar virðingu fyrir mér. Þegar mér var sleppt úr ein- angrun ákvað ég að vera mjög dugleg. Ég var iðulega í eldhús- inu að vaska upp. Mér leið vel af líkamlegri áreynslu. Ég gat trúað því að til væri Guð, en ekki djöfull, þangað til dag einn þegar ég var milli svefns og vöku og mig dreymdi draum: Ég var að reyna að biðja til Guðs, en bænir mínar fóru til Satans, en ekki Guðs. Satan var mjög reiður að ég skyldi reyna að biðja til Guðs, svo hann kast- aði mér upp að veggnum, án þess að þurfa svo rnikið sem að nota fingurna, — og skildi mig eftir máttvana og snöktandi á rúminu. Þessi draumur var svo lifandi að ég fór við fyrsta tækifæri að hitta konuna frá Hjálpræðis- hernum og sagði henni draum- inn. Þótt ég væri skelfingu lostin, var hún mjög róleg. Hún sagði: „Bonnie, þú verður að velja hvorum þú ætlar að þjóna, Guði eða djöflinum." Skyndilega gerði ég mér grein fyrir sannleikanum í því sem framhald á bls. 30

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.