Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 17

Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 17
beið hans. Það var Charles Gibbon, auðugt frístundaskáld, sem hafði reitt alla gagnrýnend- ur í Englandi til reiði með því að umskrifa Shakespeare. Gibbon sagðist hafa sett sam- an texta, sent byggðist á allri Biblíunni, bæði Gamla og Nýja testamentinu. Hann bað Hándel að athuga hvort hann gæti notað þetta. Hann afhenti tónskáldinu handritið og Hándel tók strax eftirtitlinum: „Heilög óratoría.“ Gibbon hikaði aðeins á leið- inni út og sagði: „Drottinn gaf mértextann." Hándel glotti háðslega. Vog- aði Gibbon að ímynda sér að hann væri innblásinn af Guði? Enginn hafði nokkru sinni sagt um Hándel að hann væri trú- rækinn. Að vísu hjálpaði hann alltaf þeim sem verr voru staddir en hann sjálfur. En hann var skapstór, ráðríkur og eignaðist auðveldlega óvini. Bara ef Gibbon hefði kornið með óperu- texta í staðinn fyrir margar blað- síðuraftrúarrugli! Þar sem Hándel hafði ekkert þarfara að gera, blaðaði hann áhugalaus í handritinu. Skyndi- Iega kom hann auga á kafla sem vakti athygli hans: „Menn fyrir- litu hann og höfnuðu honum .. . Hvemig sem hann leitaði var enginn sem aumkaði sig yfir hann og enginn sem huggaði hann.“ Samkenndin yljaði gamla manninum um hjartarætumar. Hann las áfram. „Hann treysti Guði . . . Guð yfirgaf ekki sál hans í Helju . . . Hann mun gefa þérfrið." Orðin, sem nú brenndu sig inn í vitund hans, fóru að öðlast merkingu. „Ég veit að lausnari minn lifir . .. Fagnið ... Halle- lúja.“ Gamla sköpunargleðin fór að G.F. Hándel. lifna við. Yndislegar laglínur fóru að ólga í huga Hándels. Hann ætlaði að hafa verkið í þrem þáttum. Fyrsti hluti skyldi vera spádómurinn og fæðing og starf Jesú Krists. Annar hluti mundi segja píslarsöguna og lýsa útbreiðslu kristninnar. Þriðji hluti yrði um lífið í komandi heimi. Hann hrifsaði penna af borð- inu og byrjaði að skrifa. Með ótrúlegum hraða fylltu nóturnar hverja blaðsíðuna eftir aðra. Hann virtist yngjast upp við vinnuna. Hann yfirgaf ekki litla húsið sitt í Brook Street og fór sjaldan út úr herberginu. Verk- efnið átti hug hans allan og hann var svo upptekinn að hann lagði nótt við dag. Ef þjónn hans hefði ekki fært honum mat hefði hann e.t.v. ekki borðað neitt. Á sjöunda degi var fyrsti kafl- inn fullgerður. Níu dögum seinna var annar kafli búinn. Sex dögum síðar var þriðja kafla lok- ið. Þá varði hann tveim dögum til að ákveða hljóðfæraskipan. Fjórtánda september, aðeins 24 dögum eftir að hann byrjaði, hafði Hándel lokið verkefni sínu. Þjónn hans sagði seinna frá því þegar hann kom inn í her- bergi tónskáldsins um það leyti sem Hándel var að leggja síðustu hönd á „Hallelúja-kórinn.“ Hándel sat við borð sitt, tárin streymdu niður kinnar hans og hann sagði: „Ég hélt ég sæi allan himininn og Guð almáttugan sjálfan." Að verkinu loknu hneig Hándel örmagna í rúm sitt. Hann svaf í sautján klukku- stundir. Á skrifborðinu hans lágu nótur mikilfenglegustu óra- toríu sem nokkru sinni hefur verið skrifuð; Messíasar. Hann sagði alltaf að sér hefði verið gefið þetta sköpunarverk, því aldrei fyrr hefði tónlistin flætt svo auðveldlega úr penn- anum. Á meðan Hándel svaf fór þjónn hans að hafa áhyggjur af líkamlegri heilsu hans og lét sækja Iækni. En áður en læknir- inn kom á vettvang var Hándel sestur upp og farinn að kalla eftir mat. Til að seðja sárasta hungrið úðaði hann í sig brauði og skinku. Síðan kveikti hann sér í pípu og gerði að gamni sínu við lækninn, sent varalveg forviða. Þótt Hándel væri viss um að hann hefði samið meistaraverk, vildu Lundúnabúar ekkert með það hafa. Svo Hándel fór með það til írlands í einkaboði kon- ungsfulltrúa. Hándel krafðist þess að ágóðinn af sýningunni rynni til Munaðarleysingjaheim- ilisins í Dyflinni. Hándel lét engan tíma fara til spillis og hóf strax æfingar. Svo margir miðar seldust á frumsýn- inguna að settar voru auglýsing- ar í dagblöðin þar sem konur voru beðnar að klæðast ekki Frh. á bls. 23

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.