Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 31

Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 31
einni. Ég á aðeins að fyrirgefa þeim. Drottinn gaf okkur ekki vald til þess að réttlæta neinn. En liann gaf okkur vald til þess að fyrirgefa öll- um. Þetta er fyrsta verkefni okkar. Við höfum reynt að framfylgja kristniboðsskipuninni, en við höf- um ekki hlýtt fyrsta boðinu — að fyrirgefa þeim. Þess í stað hefur kirkjan orðið að samfélagi sem dæmir. Við verðum að losna frá dæmandi fagnaðarerindi. Heilagur andi kom til þess að sannfæra heiminn um synd. Kirkjan hefur þá hugmynd að við eigum að ásaka heiminn unt synd. Það er kominn tími til að við förum að prédika gleðiboðskapinn, og byrjum á hin- um látæku. Ef eining næst ckki með skipu- lagningu, hvað mun þá gera liana að veruleika? Sú eining sem ég álít raunveru- lega er eining, sem Heilagur andi skapar. Öll önnur eining er gagns- laus. Hún er jafn vonlaus og þróun- arkenningin. Heilagur andi samein- aði Adam og Evu þegar Guð andaði á þau. Það var fyrsta sameining Guðs. Allt sem maður þarl' að gera til þess að taka á móti einingu Heilags anda er að viðurkenna hana. Taka á móti því sem Guð er að skapa. Jesús sagði: „Ekkert getur sonurinn gjört af sjálfum sér, nema það sem hann sér föðurinn gjöra. hví hvað sem hann gjörir, það gjör- ir sonurinn einnig." Við verðum að •ara að liaga verkurn okkar í sam- ræmi við það sem við sjáum að Guð er að gera. Sérðu ekki hvað Guð er að gera? Ef Guð skírir kaþ- ólska í Heilögum anda, hvaða rétt höfum við þá til að mótmæla því? Þar er Guð að verki. Þeir hafa flutt hvítasunnuboðskapinn til 112 bjóða. Nú eru 50,000,000 kaþólskir -.hvítasunnumenn" í heiminum. Ef Guð er þar að verki, höfum við þá rétt til þess að hafna því? Ef við elskum þá og fyrirgefum þeim, þá umbreytir Guð þeim. Við verðum að fyrirgefa allt. Flestum söfnuðum hættir til að efast um velvilja annarra safnaða begar þeir eru að hvetja til einingar. Ég veit ekki um neitt samfélag sem er saklaust af því. Ég hef oft heyrt að Róm sé nú lilbúin til sam- starfs vegna þess að hún trúi á ein- ingu ljónsins og lambsins; Ijónið gleypir lambið og segir: „Nú erum við eitt.“ Ég hef ekki enn heyrt neitt slíkt frá Róm. Og ég hef aldrei heyrt nokkurn mótmælenda- né Hvíta- sunnusöfnuð falla fram fyrir Guði og grátbiðja um einingu. Það hef ég aðeins heyrt á kaþólskum vakning- arsamkomum. Ég held að Guð muni svara bænum þeirra. mmo MDÐBG rnm ÍMIBBG áskriftasími 91-20735 Ég neita að láta hugfallast. Ég hef séð hönd Guðs og ég hef séð breyt- ingarnar sem Guð hefur gert síð- ustu þrjátíu árin. Ef hreyfing er ekki af Heilögum anda, með náðargjöf- um, þá getur hún ekki verið sam- kirkjuleg. En ef hún er ekki sam- kirkjuleg, þá getur hún ekki haldið áfram að vera náðargjafavakning. Drottinn er að starfa, og það besta er enn ókomið! Húsnæði óskast! Starfsmann Aftureldingar vantar litla íbúð til leigu í Reykjavík. Upplýsingar veitir: Guðn'm Markúsdóttir, sími 91-20735/25155. AFTURELDING 54. árgangur 1. tbl. 1987 Útgefandi: Filadelfia-Forlag, Hátúni 2,105 Reykjavik. Sími: 91-20735/25155. Ritstjóri og ábyrgðarmaöur: Einar J. Gíslason, simi 91-21111. Setning og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Uppsagnir miðast við áramót. Vinsamlegast til- kynnið breytingar á heimilisföngum og áskriftum til skrifstofunn- ar. Árgjaldið er 850 krónur.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.