Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 13
að taka afstöðu með og aðstoða í reynd hina líðandi kirkju — í þeirri trú að byrði hennar megi verða léttbærari í sama mæli og við verðunt hluttakendur í þján- ingum hennar. „Eruð þið viðbúnir því að kirkjunum verði lokað?“ Bróðir Andrés hefur ferðast víðs vegar um heim en þó eink- um sótt heim þau lönd þar sem byltingar- og einræðisöfl eru að grafa um sig og ótryggt ástand ríkir. Ekki alls fyrir löngu heim- sótti hann fjölda landa í Mið- Ameríku. Hvarsem hann kemur í slíkurn löndum leggur hann þessar óvæntu spurningar fyrir kristna heimamenn: „Eruð þið viðbúnir byltingu? Eruð þið viðbúnir því að kirkj- unum og Biblíufélögunum verði lokað? Eruð þið viðbúnir því að kristniboðarnir verði reknir heim og að ykkar eigin sálna- hirðir verði fangelsaður eða líf- látinn? Eruð þið viðbúnir því að bannað verði að uppfræða börn ykkar og æskufólk í orði Guðs?“ Bróðir Andrés hefur einnig hitt byltingarmenn og skæruliða að máli og ótrauður bent þeim á Jesú Krist. Það er sannfæring bróður Andrésar, eins og nafnið á samtökum hans — Opnar dyr — gefur til kynna, að enginn geti í rauninni harðlæst dyrum á orð Drottins og að ekkert land sé í raun lokað fyrir fagnaðarerind- inu. Helstu kjörorð hans frá Biblíunni þarað lútandi eru: „Vakna þú og styrk það sem eftir er og að dauða komið.“ (Opinb. 3:2). „Sjá, ég hef látið dyr standa opnar fyrir þér sem cnginn getur lokað.“ (Opinb. 3:8). Biblían íliganda Festo Kivengere biskup segir hér litiö eitt frd þvi hvaða þýd- ingu Biblían hefur huft fyrir hann. Biblian var námsbókin hans þegar hann átti aó lœra að lesa! Ég var tíu eða ellefu ára. Ungur rnaður í nágrenninu hafði tekið kristna trú. lært að iesa og eignast Biblíu. Hann safnaði okkur börnunum og unglingunum saman og kenndi okkur að lesa. — Hann notaði Biblíuna fyrir kennslubók. Þegar ég hafði æft mig af ákafa í þrjá mánuði og komist svo langt að geta nteð erfiðismunum stautað mig fram úr einum kafla eða tveimur. fékk ég „skírteinið" mitt, sem var iítið hefti. nefnilega Lúkasar- guðspjall. Með Lúkasarguðspjall í hendi varð ég „kennari“. Á meðan við gættum kúnna tók ég fram litla heftið, hinir smástrákarnir seltust í kringum mig og ég las eins vel og ég gat. Ég man þegar ég las um það hvernig Jesús var húðstrýktur, krýndur þymum og krossfestur. Tárin drupu af okkuröllum. Það var algengt að bæði börn og fullorðnir lærðu að Iesa eftir að hafa eignast Biblíu. Þeirsem fyrstirtóku kristna trú í Uganda voru ekki kallaðir kristnir, þeir kölluðust „lesarar“. Þegar fólk sækir guðsþjónustur og mót í Uganda hefur það Biblíuna með. Og þegar prédikarinn gefur upp texta sinn eða vitnar í ritningargrein, heyrist skrjáf og þytur í hópnum: Þá blaðarsöfnuðurinn í Biblíunni. Biblían er oft eina bókin sem það á. Aðeins prestarnir og fáeinir aðrir eiga biblíuskýringarit. Við þekkjum Iítið til hugsanaflækjunnar sem fólk í Evrópu virðist lenda í þegar það fer að lesa Biblíuna. Afríkumenn leita ekki til vandamálabóka þegar þeir lesa Biblíuna, þeir leita til Biblíunnar um hjálp. Við lítum á Biblíuna sem bók Guðs. Það er Jesús sem talar til okkar í þessari bók. Jafnvel ómenntað fólk þekkir vel persónur og nöfn eins og Abraham, Lot, Gilgal og Moab. Hvort þetta er á réttum stað á landakortinu eða í mannkynssögunni er svo allt annað mál. En Abraham, ísak og Jakob og allir hinir eru eins og fjölskyldumeðlimir. Trúboðarnir færðu okkur Biblíuna. Þess vegna stöndum við í mikilli þakkarskuld við þetta fólk. Og við viljum gjarnan taka þátt í að dreifa Biblíunni út urn allan heim. Biblían er metsölu- bók í Uganda og okkar dýrmætasta eign, segir biskup Festo Kivengere. Samantekt: HSG Þýtt úr mennesker og Medier 5. ibl. ’86 — GM

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.