Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 28

Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 28
Fagnaðarerindið til á 4,386 tungumálum Nú eru til prentaðir ritningar- hlutar á nærri 1,700 tungumálum auk þess sem fagnaðarerindinu er útvarpað og sjónvarpað á mörgum þessara sömu tungumála. Fagnað- arerindið er boðað munnlega með hjálp hljóðritana og útvarpssend- inga, til nærri 4,000 tungumála- hópa. Fyrirtækið Gospel Record- ings gaf nýverið út fjórar nýjar hljóðritanir af fagnaðarerindinu og var þá tilkynnt að kristniboðar gætu fengið hljómplötur og snældur með upplestri á 4,386 tungumál- um. MNS 1/34 Breytt viðhorf til kristniboðs Margir Þjóðverjar telja kristni- boð heyra sögunni til. Jafnvel margir trúaðir þar í landi halda því fram að félagsleg hjálp sé eina kristniboðsstarfið, sem vinna eigi í dag. Engu að síður hefur tjöldi evangelískra kristniboða tvöfaldast á síðustu sautján árum. Samband evangelískra kristniboðsfélaga heldur skóla fyrir kristniboðaefni. Margir nemenda þessa skóla hafa farið til kennslu í biblíuskólum í Þýskalandi og vakið þar áhuga á kristniboði. MNS 1/34 Fleiri kristniboðar frá Asíu en Vesturlöndum Nú telja vestrænir kristniboðar rétt um 10,000 en 141 kristniboðs- félag í Asíu hafa 10,200 kristniboða á sínum snærum. Staða kristninnar í Asíu er mjög sterk. A síðasta ára- tug hefur kristnum fjölgað um 37%. Það er aðeins einu hundraðsstigi lakara en Afríka, sem hingað til hefur verið talin sú heimsálfa þar sem kristni á mestum framgangi að fagna. KS 13/87 Fimmti hver Svíi guðleysingi Samtímis örum framgangi meðal kristinna í Svíþjóð, fer Yfir 750,000 komu í sýningarbásinn á EXPO ’86 Það voru 750,000 gestir sem fengu að heyra fagnaðarerindið í ,,Höll fyrirheitanna" á heimssýn- ingunni EXPO ’86, sem haldin var mikil alkristnun fram í landinu. Aðeins öðrum hverjum Svía þykir Biblían skipta nokkru máli, tíundi hver Svíi telur sig hafa mikinn áhuga á trúmálum, þó ekki endilega kristinni trú. Það að fimmti hver Svíi segist vera guðleysingi og að biblíulest- ur er helmingi fátíðari nú en fyrir 35 árum segir sína döpru sögu. Þetta eru niðurstöður rann- sóknar sem Thorleif Petterson gerði fyrir trúarfélagsfræðistofn- un sænska biblíufélagsins. KS 13/87 í Vancouver í fyrra. Yfir 9,000 manns lóku afstöðu með Jesú Kristi, eða áttu samtöl við sálusorg- ara, segir í fréttum frá sjónvarpsfé- laginu 100 Huntley Street. KS 12/87 Erlendar f réttir Erlendar f réttir Erlendar fréttir

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.