Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 9

Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 9
0 Kirkjan á klettinum — The Church on the Rock. Þannig er livert atriði bænar- innar íhugað vandlega og með tilliti til aðstæðna hvers og eins. Þegar Larry kennir á þennan hátt uppgötva þúsundir manna að klukkustundarlöng þæn er ekki þrældómur, heldur líður tíminn mjög hratt. Larry segirað margir hafi orðið vitni að yfir- náttúrulegum atburðum eftir að hafa beðið í heila klukkustund. Jesús sagði við lærisveina sína í Matteus 26:40: „Þér gátuð þá ekki vakað með mér eina stund?“ „Orðin benda til þess að hann hafi verið að segja: Getið þið ekki beðið í a.m.k. eina klukkustund?" segir Larry. Hann vitnar líka í Postulasög- una 1:14, „Allir þessir voru með einum huga stöðugir í bæninni“. Þannig hóf kirkjan starf sitt. Larry gætir þess einnig að gleyma ekki að biðja sjálfur. Hann og ijölskylda hans biðja reglulega, og Larry telur það nauðsynlegan þátt til þess að bæta hjónabandið. Auk forstöðumannsstarfs síns kennir Larry þrjá daga vikunnar við Oral Roberts háskólann. Þar heldur hann námskeið, sem eru einstök. Þau byggjast á kenning- um um tákn og undur sem grundvöllinn að vexti kirkjunn- ar. „Venjulega hefur kirkjuvöxt- ur verið talinn vera í réttu hlut- falli við mælsku leiðtoganna,“ segir Larry. „En Postulasagan kennir okkur ekki að kirkjan hafi vaxið sökum mælskusnilld- ar — heldur vegna kraftaverka. Við viljum endurvekja þessa hugmynd á grundvelli traustrar guðfræðilegrar kenningar.“ Jafnframt ætlar Larry að leggja áherslu á bænastundir snemma morguns, og hann er sannfærður um að kirkjan muni vaxa vegna bæna og vegna tákna og kraftaverka. „Það verður mjög spennandi,“ segir hann. Larry virðist vera sannur þjónn Guðs, sem hefur þá sér- stöku náðargjöf að kenna fólki að biðja. Hann er hæfileikaríkur og skýr fyrirlesari. En hann ber mikla ábyrgð og starf hans er erfitt. Þess vegna skulum við muna eftir að biðja fyrir honum og starfi hans. Þýtt og endursagt úr Charisma okt. 1986 -GM AKKERIS KROSSINN Tákn hins besta i lifinu TRÚAR, VONAR OG ______KÆRLEIKA__ 28 mm 22 mm 16 mm Krossinn fæst i silfri og 14k gulli BERÐU AKKERISKROSSINN TIL TÁKNS UM TRÚ ÞINA Sa/a og dreifing Verslunin Jata

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.