Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 12

Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 12
Hinn heimsþekkti kristniboði, bróðir Andrés, mun heimsœkja Island ijúní n.k. Hann hefur lagt líf sitt í hœttu við að smygla Biblíunni til Austantjaldsríkjanna og annarra landa þar sem Biblían er stimpluð bannvara af stjórnvöldum. Óhœtt er að segja að bróðir Andrés lœtur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Frœgasta bók hans, ,,Smyglari Guðs, “ sem hefur fengið mikla útbreiðslu erlendis er nú löngu upp- seld hér á landi, en vonir standa til að hún verði gefin út ú ný vegna heimsóknar hans. Glettinn Bróðir Andrés er Hollending- ur fæddur í litlu þorpi. Snemma bar á glettni í fari hans og í æsku dreymdi hann um hetjudáðir og ævintýri. Móðir hans var kristin, biðjandi kona. Þegar Þjóðverjar hertóku Holland 1940 var Andrés 12 ára drengur. Fámenn- ur þýskur herflokkur á einum herbíl settist að í þorpinu hans. Andrés litli ákvað með sjálfum sér að veita óvininum mót- spyrnu. Hann læddist um hánótt að þýska herbílnum og hellti sykri í bensíngeyminn. Þjóðverj- arnir áttu í basli við að gangsetja bílinn og vakti það kátínu þorpsbúa. Ýmsum fleiri brellum beitti Andrés við Þjóðverja og stund- um skall hurð nærri hælum. Nýtt líf — ný ævintýri Árið 1946 gerðist Andrés sjálfboðaliði í hollenska hernum og var sendur á vígstöðvar í Indónesíu. Um þær mundir voru Hollendingar að missa tökin á nýlendum sínum. Hugðist hann nú svala ævintýraþrá sinni svo um munaði. Hann varð frægur fyrir fífldirfsku í bardögum — særðist illa og hafnaði á sjúkra- húsi. Eftir þá reynslu snerist hann til lifandi trúará Jesú Krist og fékk þá loks fullnægt ævin- týraþrá sinni. Ný ævintýri biðu hans á nýjum vettvangi. Bróðir Andrés lagði í fyrsta sinn leið sína til Austur-Evrópu 15. júlí 1955, til Varsjár í Pól- landi. Þangað slóst hann í för með ferðahóp ungkommúnista sem sóttu alþjóðlegt æskulýðs- þing í höfðuborg Póllands. Síðar gáfu vinir hans honum bíl — bláa Volkswagenbjöllu, og á því' farartæki ók hann árum saman um þvera og endilanga Austur- Evrópu — hlöðnu dýrmætum Biblíum. Árið 1968, þegar innrásin var gerð í Tékkóslóvakíu og rússn- eskir skriðdrekar ösluðu úr aust- urátt inn yfir landamæri lands- ins, brunaði bróðir Andrés úr vestri yfir tékknesku landamær- in í kraftaverkabíl sínum — drekkhlöðnum rússneskum Biblíum. Þetta var síðasta för bróður Andrésar til lands í Aust- ur-Evrópu. Síðan þá hafa hundr- uð smáhópa gengið inn í þetta starf hans. Samtökin „Opnar dyr“ Bróðir Andrés er stofnandi og stjórnandi trúboðssamtakanna 4 „Opnar dyr“ („Open doors“) með höfuðstöðvar í Hollandi og auk þess skrifstofur í fimmtán öðrum löndum. Hugsjón og höf- uðmarkmið samtakanna er í stórum dráttum: 1. Að útvega og annast með persónulegum hætti afhendingu á Biblíum, lesmáli, annarri aðstoð og þjálfun til uppbygg- ingar kirkjunni sem er líkami Krists, í þeim löndum heims þar sem hömlur ríkja og hvetja hana til víðtækari þátttöku í kristniboðsstarfi. é 2. Að uppörva og þjálfa kirkj- una í þeim löndum sem eru í yfirvofandi hættu og undirbúa hana til að takast á við ofsókn- ir og þrengingar er kunna að vera á næsta leiti. 3. Að brýna, virkja og þjálfa kirkjuna í hinum frjálsa heimi til

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.