Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 14
Frímann Ásmundsson Það byrjaði í því smáa Eins og lesendum Aftureldingar er kunnugt starfa hjónin Aud og Frímann Ásmundsson við kristniboð í Kenya. Hér birtist útdráttur úr bréfi frá Frímanni oggrein sem hann sendi: Thessalía 18/2 1987 Kœru vinir i Fíladelfíu, Viö höfum það gott. Við höfum aðeins fengið að prófa malaríuna, en hún var vœg. Starfið gengur vel. Tjaldsamkomur eru viðs vegar og vel sóttar. Fólk frelsast og bœtisl við í söfnuðina. Svíarnir eru með i starfinu og Biblíuskólinn er sameiginlegur. Skólastjórinn, Pelle Nilsson, er sœnskur. Einn af sœnsku kristni- boðunum starfaöi á íslandi með Þórarni og Hertu í Hólminum 1945, eða þar um bii Hann heitir Arne Flordin og biður að heilsa til íslands. Kœr kveðja. Frimann Asmundsson Sunnudagur, 15. febrúar. í dag ætla ég á samkomu upp í Kisii, á stað sem heitir Nyag- ware. Hann er í u.þ.b. 2500 m hæð yfír sjávarmáli. Óla E. Sprakhaug hefur fengið malaríu, svo ég fæ Toyota bílinn lánaðan. Aud og strákarnir fara með. Afríkubúar eru mikið fyrir heimsóknir, og vilja helst fá alla fjölskylduna í heimsókn. Ferðin gengur greitt, a.m.k. til að byrja með. „Keyrðu ekki svona hratt!“ masar Aud. Ég dreg aðeins úr hraðanum. Við komum til Magwagwa markaðs- staðarins. Stanley Mambeleo, forstöðumaður, bíður þar. Hann ætlar að vísa okkur leiðina til kirkjunnar. Við ökum hærra og hærra upp í fjöllin. Útsýnin er stórkostleg, allt grænt og fínt. Hér rignir allt árið. Stanley er ekki of viss um hvar skuli aka, svo við förum aðeins af leið. Að endingu kom- um við á ákvörðunarstað. Hér blæs dálítið, þetta er svo hátt. Söfnuðurinn hefur ekki byggt sér kirkju ennþá. Margt fólk er saman komið og situr í grænu grasinu. Okkar bíða stólar sem við setjumst á. Samkoman hefst. Unglingakór syngur. Einn spilar á gítar og syngur. Guðs orð er lesið og mikið er beðið. Stanley talar fyrst. Við bíðum og hugsum um hvernig það verði með túlkinn. Fyrst tekur Aud til máls, hún flytur kveðju. Túlkurinn er ung kona, mjög fær. Síðan tala ég. Ég heilsa fyrst á swahili. Svo tala ég um samversku konuna og legg út af textanum í Jóh. 7:37. Ég fæ góða áheyrn og margir koma fram til fyrirbæna. Forstöðu- maðurinn og við Stanley göng- um til þeirra sem komu fram. Ég skil ekki kisii málið en ég veit að Guð þekkir allar þarfir hvers og eins. Við biðjum og Guðs andi starfar, Jesús er hinn sarni. Eftir á kemur fram maður sem vill fá fyrirbæn vegna sjúkleika. Hend- ur eru lagðar yfir hann. Sam- koman endar eftir tvær og hálfa klukkustund. Okkur er boðið í mat til for- stöðumannsins. Meðan við bíð- um eftir matnum berst talið að safnaðarstarfinu. Forstöðumað- urinn segir að söfnuðurinn telji áttatíu meðlimi. „Þrettán bætt- ust við á síðasta ári. Við byrjuð- um hér 1983 með nokkur sunnudagaskólabörn, síðan var tjaldið reist hér, og el'tir það hef- ur Guð bætt í hópinn. Þegar rignir komum við saman hér.“ (Húsið tekur u.þ.b. 20-30 manns). Söfnuðurinn hefur fengið lóð til að byggja á, og keypt múr- steina. Svo ef Guð gefur það sem á vantar, þá ætla ég hjálpa þeim að byggja kirkju. Svona byrjar starfið yfirleitt, undir einu tré, þar sem kannski nokkrar konur koma saman til bæna. Guð blessi ykkur öll, sem biðjið fyrir okkur og starfinu hér. Kveðja, Frímann, Aud, Snorri, Bjartur' og Ásgeir.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.