Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 29

Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 29
Búlgarskur forstöðumaður í nauðungarvinnu Búlgarski forstöðumaðurinn Pavel Ignatov var nýlega dæmdur í þriggja ára útlegð og nauðungar- vinnu. 15. janúar sl. var hann flutt- ur til bæjarins Mihalkova og þar á hann að vinna í námu. Hann verð- ur að gefa sig fram við yfirvöld tvisvar á dag og má ekki yfirgefa bæinn. Ignatov hefur verið óopinber leiðtogi óskráðu Hvítasunnuhreyf- ingarinnar í Búlgaríu frá miðjum síðasta áratug og var forstöðumað- ur safnaðar í Sofia. Hann var dæmdur vegna trúarlegs starfs, í dómsúrskurði sagði að Ignatov hefði: „Um árabil unnið sem préd- ikari í bönnuðum söfnuði, þrátt fyrir viðvaranir yfirvalda." EH 2/87 Hvítasunnuprédikarar myrtir í Perú Marxískir og andkristnir skæru- liðar í Perú myrtu 41 trúboða Hvítasunnuhreyfingarinnar As- semblies of God á árunum 1985-86. Marxíska andspyrnuhreyfingin í Perú er mjög andkristin og þeir safnaðarleiðtogar, sem andmæla hreyfingunni eru skotnir, segir Philip M. Hogan kristniboðsritari. Lennart Lindgren kristniboði segir að einnig hafi verið myrtir trúboðar safnaða, sem stofnaðir voru af nor- rænum trúboðum. Kristniboðar hafa einnig fallið nýlega fyrirbyssu- kúlum í Nicaragua og El Salvador. KS 13/87 Filippseyingar stefna að 2,000 kristniboðum Nýleg ráðstefna meðal evangel- ískra hópa á Filippseyjum setti það markmið að senda út 2,000 kristni- boða fyrir árið 2000. Leiðtogar vilja senda 1,000 til innlendra þjóðar- brota, sem aðhyllast Múhameðstrú og til kínverskra minnihlutahópa og 1,000 til annarra landa. MNS 24/33 Messað oft á dag North Heights Lutheran Church í Minneapolis, er stærsti lútherski söfnuðurinn í Bandaríkjunum, sem tekið hefur þátt í náðargjafavakn- IBRA til blessunar í Sovétríkjunum Útvarpssendingar IBRA-trú- boðsins heyrast um öll Sovétríkin, segir Andrei Miller forstöðumaður frá Síberíu. Hann býr í þorpi, sem ingunni. Skömmu fyrir jól vígði söfnuðurinn nýja kirkju, því sú fyrri var orðin allt of lítil. Eftir að söfnuðurinn opnaði fyrir náðar- gjafavakningunni hefur hann vaxið upp úr öllum fyrri byggingum. Aður en flutt var í nýju kirkjuna varð að messa 8-10 sinnum á sunnudögum, til að allir fengju ver- ið með sem vildu. KS 12/87 Vakning mcðal Kopta Sheonuda III, páfi og patríarki Koptísku rétttrúnaðarkirkjunnar í Kaíró, Egyptalandi, segir vakningu í kirkju sinni hafa byrjað í sunnu- dagaskóla. „Börnin fóru að koma til kirkju og læra,“ segir hann. „Eftir að við heimsóttum heimilin fjölgaði börn- unum mjög. Þegar þau eltust tóku þau þátt í æskulýðsstarfi og sum urðu sunnudagaskólakennarar. Við höfum 105 kirkjur í Kaíró og í sum- um eru allt að 300 sunnudagaskóla- kennarar." MNS 24/33 er um 800 km fyrir austan Moskvu. Margir hafa frelsast og gengið í söfnuðina vegna áhrifa útvarpstrú- boðsins. KS 13/87 Erlendarfréttir Erlendar f réttir Erlendar f réttir

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.