Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 8

Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 8
Larry Lea Bænin hefur sannarlega áhrif Larry Lea er ungur forstöðu- maður, sem stofnaði söfnuð í litlum bœ i Texas í Bandaríkj- unum, árið 1980. Söfnuðurinn heitir The Church on the Rock, og á aðeins sex árum óx hann úr 13 meðlimum í 11 þúsund. Hinn öri vöxtur safnaðarins er þó ekki það allra markverðasta i starfi Larry Lea. Fleiri söfnuðir i Bandaríkjunum hafa vaxið óvenjuhratt. Larry Lea byggði kirkju sína á bæn. Guð sýndi honum leið til þess að hvetja þúsundir krist- inna manna til þess að þiðja í klukkustund á hverjum degi. Víða heldur hann námskeið, undir yfirskriftinni: „Gastu ekki vakað eina stundT' Þar kennir hann fólki hvernigá að biðja. Nú er Larry 35 ára og hann lítur á bænina sem ákveðinn lífs- máta. En þessi lífsmáti lærðist ekki átakalaust. Larry var vinsæll í skóla og góður íþróttamaður. Ekki varð annað séð en hann nyti mikillar velgengni. „En ég var mjög snauður,“ segir hann. „Mig þyrsti í eitthvað raunverulegt." Hann fór að stunda sjálfsskoðun og við það varð hann mjög þunglyndur. Foreldrar hans sendu hann í meðferð hjá sál- fræðingi, en þá gaf hann Drottni líf sitt, og losnaði við þunglynd- ið. Nokkrum árum seinna kallaði Guð hann til þess að biðja. „Þá fyrst hófst baráttan," segir Larry. „Ég vissi ekki hvernig ætti að framkvæma þessa köllun.“ Árið 1978 var hann „milli embætta“ og þá fór hann að iðka það sem hann hafði frestað í sex ár; að biðja. „Ég hrópaði til Guðs og bað hann að kenna mér að biðja. Þá benti Drottinn mér á Matteus 6, bænina sem við köllum venju- lega Faðir vor — en mér finnst að ætti að kalla „fyrirmyndarbæn- ina.““ Larry var ekki ljóst fyrst hvernig hún átti að hjálpa hon- um, en andi Drottins leiðbeindi honum og sagði: „Hafðu hana mjög hægt yfir.“ Þá rann upp ljós fyrir Larry. Þegar hann velti fyrir sér hin- um fimm köfium bænarinnar, Faðir vor, uppgötvaði hann að hver kafli inniheldur í stuttu máli aðalatriði kenningar Nýja testamentisins. „Faðir vor, þú sem ert á himnum, helgist þitt nafnf bendir okkur á það að við eigum að tilbiðja Guð. „77/ komi þitt ríki, verði þinn vilji svo á jörðu sem á himnif segir okkur að við eigum að láta vilja Guðs ráða í lífi okkar. „Gef oss í dag vort daglegt brauðf segir okkur að Guð muni sjá fyrir þörfum okkar. „Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér ogfyrirgefum vorum skuldunautumf fjallar um samskipti okkar við aðra. „Leið oss ekki ífreistni heldur frelsa oss frá illuf lýsir andlegu valdi yfirdjöflinum. „Þessi fimm atriði ná í megin- atriðum yfir allt sem okkur hefur verið kennt í kirkju,“ útskýrir Larry. „Það sem Jesús segir er: „Krjúptu niður og biddu á þenn- an hátt,“ og þá muntu lifa sigr- andi lífi. Þegar Larry kennir fólki að biðja notar hann bænina Faðir vor til þess að hjálpa fólki að skipuleggja bænatíma sinn. Fyrst hvetur hann fólk til þess að hugsa um setninguna „helgist þitt nafn“ og íhuga einhver af nöfnum Guðs í Gamla testa- mentinu, svo sem Jehovah Jireh (Drottinn, sem sér fyrir mér), Jehovah Rapha (Drottinn, lækn- ir minn), og Jehovah Nissi (Drottinn, sigur minn).

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.