Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 20

Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 20
Fjöldinn kann að hafa á röngu að standa Adam nokkur Thompson var fyrsti maður í Vesturheimi sem fyllti baðker með vatni. Læknar sem heyrðu um þetta uppátæki mannsins spáðu því að gikt og lungnabólga myndu fylgja í kjöl- farið. Sumar borgir bönnuðu þessar nýju „baðkersæfingar“. í dag er baðker eða sturta talin ómissandi hlutur á hverju nú- tímaheimili. Fjöldinn hafði á röngu að standa. Eitt sinn giltu lög á Englandi sem bönnuðu að aka faratæki hraðar en 15 knr á klukkustund án þess að maður færi fyrir því með rauða veifu. I dag eigum við farartæki sem fara sem fara með 100 sinnum meiri hraða og bet- ur það. Fjöldinn hafði á röngu að standa. Tónlistarmenn og gagnrýn- endur veltust um af hlátri yfir tónsmíðum Richards Wagner. En tónverk hans ollu byltingu í heimi tónlistarinnar. Fjöldinn hafði á röngu að standa. Westinghouse var kallaður heimskingi fyrir að dirfast að halda því fram að hann gæti stöðvað járnbrautarlest með vindinum. En nú í dag eru Westinghouse-lofthemlar í notkun um víða veröld. Enn á ný hafði fjöldinn á röngu að standa. „Hvað er radíum?“ hrópaði mannfjöldinn í hæðnistón að vísindakonunni Maríu Curie. I dag er radíum öflugur banda- maður í baráttunni við sjúk- dóma. Fjöldinn hafði á röngu að standa. Goodyear og eiginkona hans unnu að því í ellefu ár að með- höndla gúmmí með brenni- steinssamböndum við hita til að herða það og gera fjaðurmagn- aðra. Allir hlógu að þeim þá — en í dag aka milljónir manna á Goodyear hjólbörðum. Fjöldinn hafði rangt fyrir sér. Við brosum oft að viðbrögð- um manna við einhverjum nýj- ungum. En það getur haft alvar- legar afleiðingar í för með sér að hafa á röngu að standa. Þegar kemur að samskiptum okkar við Guð má ekkert okkar við því að hafa á röngu að standa. Alltof mikið er í húfi. Sökum þess að þú og ég höfum syndgað gegn Guði og mönnum, verðskuldum við eilífa refsingu Guðs. Biblían segir: „Laun synd- arinnar er dauði,“ eilífur að- skilnaður frá Guði og dýrð hans. (Rómverjabréfið 6:23). En Guð býður okkur — þér og niér — „eilíft líf í Kristi Jesú, Drottni vorum.“ (Rómverjabréf- ið 6:23). Hafa nokkru sinni fallið dá- samlegri orð á mannleg eyru en þessi: „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hefi eilíft líf.“ (Jóh. 3:16). Fjölmargir taka „trúarbrögð" í misgripum fyrir hjálpræði Guðs. En trúarbrögð er ekki það sem málið snýst um. Það sem skiptir höfuðmáli er hvernig við bregðumst við og svörum Jesú Kristi. Það má vera að þú hafir á röngu að standa varðandi marga hluti, en gættu þess vel að þú sért ekki skakkur í afstöðu þinni til Jesú Krists. Fyrir trú á hann getur þú frelsast eins og þú ert. Þú getur fengið syndir þínar fyr- irgefnar og friður Guðs getur fyllt líf þitt. „En öllum þeim sem tóku við honum (Jesú) gaf hann rétt til að verða Guðs börn — þeim sem trúa á nafn hans.“ (Jóh. 1:12). Hvorn viltu velja, ijöldann eða Jesú Krist? Þýtt - HG

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.