Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 26
Hr. Hvítasunna —
Frh. af bls. 5
að því að’ég hafði á réttu að standa.
Þetta hafði hann aldrei vitað. Hann
hafði aldrei veitt því athygli að í öll-
um guðspjöllunum stendur að Jó-
hannes hafi sagt: „Ég skíri með
vatni... hann mun skíra yður með
heilögum anda.“ Leaming sagði:
Sameirting okkar í
andanum veröur að
byggjast á gagnkvœmri
viðurkenningu, en
aldrei á skipulagningu.
„Þú hefur myndugleika Föður,
Sonar og Heilags anda. Þú skalt
aldrei snúa frá þessum sannind-
um.“
Þetta voru fyrstu kynni þín af
fulltrúum Vatikansins. Síðan hefur
þú verið forsprakki áframhaldandi
viðræðna milli kaþólskra og Hvíta-
sunnumanna. Hvað olli því?
Leaming skrifaði til Rómar og
sagði: „Ég hef kynnst manni sem
flytur boðskap sem Róm verður að
heyra.“
Og ég sagði: „Ég fer ekki til Róm-
ar nema mér verði boðið.“
Svo þegar ég var á heimleið frá
fundi Alheimskirkjuráðsins í Nýju
Delí, 1962, hafði ég viðkomu í
Róm og komst þá að því að þeir
biðu eftir mér. Það var þá sem
Ágústínus Bea kardínáli spurði mig
hvað Hvítasunnumenn vildu segja
við Róm. Ég sagði honum að
Hvítasunnumenn hefðu yfirleitt
ekki minnsta áhuga á að tala við
Róm. Hann spurði: „Hvað vilt þú
segja við Róm?“
Ég sagði: „Ég hef eina bón fram
að færa: Að Róm, — þetta Vatikan-
ráð, — gefi Ritningunni frelsi og
hvetji alla kaþólska menn til þess
að lesa Biblíuna. Þá getur Guð
svarað bænum Jóhannesar páfa um
endurnýjun í kirkjunni."
David du Plessis
Ég get aldrei gleymt þessu.
Kardínálinn varð mjög spenntur og
sagði við ritara sinn: „Skrifaðu
þetta niður. Við skulum segja hin-
um heilaga föður hvað þessi heilagi
maður segir.“ Bea kardínáli kallaði
mig alltaf heilagan mann.
Ég spurði: „Hvers vegna kallar
þú mig heilagan mann?“
Hann sagði: ,,Þú ert maður Heil-
ags anda, þú hlýtur að vera heilag-
ur.“
Jóhannesi páfa var sagt frá þessu.
Og hann gaf Ritningunni frelsi og
hvatti alla kaþólska menn til að
lesa Biblíuna.
Þú hefur séð víðar dyr Ijúkast upp
í mörgum kirkjum, í sextíu ára
þjónustu þinni. Hvers væntir þú nú,
þegar þú ert áttræður?
Já, ég á framtíðarsýn. Mér finnst,
Enginn œtti að hljóta
vígslu nema hafafyrst
hlotið smurningu
ef svo má segja, að endurnýjunin sé
komin að takmörkum í kirkjunum.
Nú vænti ég endurnýjunar með
þjóðunum fyrir Heilagan anda. Það
er sagt að árið 2000 verði Afríka
það meginland þar sem kristni
verður útbreiddust. Og sjáið allar
þjóðirnar sem þar hafa sest að.
Mesta vakningin eða stærsta krafta-
verk kristninnar mun koma frá
Þriðja heiminum.
Hvað átt þú við þegar þú segir að
endurnýjunin sé komin að takmörk-
um sínum í kirkjunum?
Ég á við það að allar kirkjur hafa
orðið fyrir áhrifum af henni. Þar
getur ekkert meira gerst nema vöxt-
ur, útbreiðsla endurnýjunarinnar í
kirkjunum. Það eru engar kirkjur
eftir þar sem hægt er að hefja endur-
nýjun.
Hver hefur verið stærsta hindrun-
in sem þú hcfur þurft að yfirstíga í
cftirsókninni eftir einingu kristinna
manna?
Mesta hindrunin alls staðar, und-
ir öllum kringunistæðum er hefðin.
Hún er mesta vandamál mitt. Allar
hefðir. Sérhver kirkja hefur sínar
hefðir, og menn vilja frekar fórna
sannindum Ritningarinnar en að
fórna hefð sinni.
Hvaða meginhindranir horfist
kirkjan í augu við núna?
Tja, við erum enn að berjast við
það sama og Páll þurfti að eiga við.
Við erum nú á því stigi þar sem Páll
þurfti að berjast við að sameina
Hebreana og heiðingjana í andan-
um. Þetta voru breytingatímar. Páll
skrifaði Efesusbréfið aðallega til
þess að hvetja til þess. Sagt er að
söfnuðurinn í Efesus hafi orðið
,,ekumeniskastur“ (samkirkjuleg-
astur) allra safnaða. Á okkar tímum
viðurkenna kirkjurnar hver aðra,
og ég vonast til þess að við verðum
alltaf aðskilin en aldrei sundruð.
Sameining okkar í andanum verður
að byggjast á gagnkvæmri viður-
kcnningu, en aldrei á skipulagn-
ingu.
Hvernig getur kirkjan verið
aðskilin, en samt sameinuð?
Ég lærði dálítið í gullbrúðkaups-
afmæli okkar. í tvo daga voru öll
börnin okkar og barnabörnin hjá
okkur. Þegar þau voru farin var ég
að hugsa um þessa tvo daga og það
sem hafði gerst. Þá sagði ég við
konu mína: „Við eigum sex börn.
Þau eru öll gift og eiga sitt eigið
heimili, hvert og eitt, og við eigum
okkar hcimili. Svo er Guði fyrir að
þakka að við búum ekki öll á sarna
heimilinu. Við erum aðskilin hvert
á sínu heimili, en ef við byggjum öll
á sama heimilinu þá værum við
sundruð biturlega á hverjum degi.
Við erum aðskilin, en samt eruin
við eitt.“
Langar þig að vita hversu sam-
einuð við erum? Líttu á símareikn-
inginn minn. í hverri viku hefur
konan mín samband við alla Ijöl-
skylduna. Og ef eitthvert þeirra
veikist, þá hringir hún á hverjum
degi. Ég hef ekkert á móti því; ég lít
á það sem blessun. Svona er hug-
mynd mín um einingu. Sjáðu til,
um leið og maður byrjar að tala um