Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 23

Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 23
Jenny Bakkely skrifar frá Argentínu: Dáinn drengur rís upp Messías frh. af bls. 17 krínólínum á sýningunni og karlmenn beðnir að skilja sverð sín eftir lieima. Þrettánda apríl 1742 beið mikil fólksþyrping við leikhússdyrnar eftir opnuninni. Sýningunni var tekið með gífur- legum fagnaðarlátum. Jafnvel Hándel sjálfur fylltist lotningu gagnvart sköpunarverki sínu. Eftir sigurinn í Dyflinni vildu menn endilega fá verkið til Lundúna líka. Það var á fyrstu sýningunni í Lundúnum sem undarlegur atburður gerðist. Þegar kom að „Hallelúja kórn- um“ var George konungur II. svo snortinn að hann stóð á fæt- ur og brátt fóru allir í salnum að dæmi hans. Alla tíð síðan hafa áheyrendur um allan heim vott- að virðingu sína á þennan hátt: Með að rísa á fætur við upphaf kórsins og standa til enda hans. Óratorían Messías var flutt árlega það sem eftir var ævi Hándels. Allur ágóðinn rann til munaðarleysingjaheimila og í erfðaskránni ánafnaði hann þeim einnig höfundarlaunum sínum af verkinu. Ógæfa Hándels var ekki á enda. En aldrei leyfði hann ör- væntingunni að ná tökum á sér aftur. Aldurinn rændi hann lífskraftinum; síðustu sex ár ævinnar var hann blindur. En andi hans hvikaði hvergi. Að kvöldi fjórða apríl, 1759, — þegar Hándel var 74 ára — var hann viðstaddur Ilutning á Messíasi. Skyndilega hné hann niður. Hann var færður heim og lagður í rúmið. Andi hans var ennþá hress, en líkaminn farinn að gefa sig. „Ég mundi vilja deyja á föstu- deginum langa,“ sagði hann við vini sína. Og þrettánda apríl, á Fyrir skömmu var ég á ferð í Rosario. Stjórnarmaður þar og kona hans eiga átta athafnasöm börn á aldrinum sex mánaða til þrettán ára. Pablo, sem er þriggja ára, fékk löngun til að klifra upp í málm-vinnupallana utan á nýju kirkjunni. Þegar hann var kominn nokkra metra upp greip hann í rafmagns- leiðslu. Drengurinn hékk fastur nokkra stund og féll síðan dáinn niður á jörðina. Systir hans, Silvia, þrettán ára, tók hann upp og bar inn til móður sinnar. Stúlkan vissi ekki alveg hvernig hún hafði farið að því, hún var svo miður sín. Marta tók lík drengsins í fang- ið og hrópaði til Guðs. Nágrann- arnir komu hlaupandi, bæði kristnir og vantrúaðir. Daniel litli, Ijögurra ára, kom einnig út með Biblíuna undir handleggn- frumsýningarafmæli Messíasar, andaðist tónskáldið mikla. í meira en tvær aldir hefur andi Hándels lifað í Messiasi — óratoríunni, sem er alþjóðlegt tákn um sigur vonarinnar á ör- væntingunni. Meistaraverk um. Hann stillti sér upp við hliðina á móðurinni og fór að hrópa: „Guð, viltu gefa litla bróður lífið aftur.“ Bróðir úrsöfnuðinum kom nú og lagði Biblíuna á höfuð dána drengsins. Þá fóru kippir gegn- um andlit drengsins og hann fór að gráta. Já, þannig breyttist sorgin í gleði, og kraftaverk hafði átt sér stað. Nágrannarnir, sem ekki höfðu verið trúaðir, sáu með eig- in augum að Jesús er hinn sami í dag og hann var áður. Kristnir styrktust í trúnni. Móðirin hafði raunverulega haldið á líki sonar síns, en nú hleypur hann um og leikur sér eins og hann var vanur. Hann ber engin merki slyssins önnur en eitt brunasár á öðrum þumal- fingrinum. Jesúser Drottinn. Hándels, innblásið af Guði, hefur kveikt á kyndli, sem hefur lýst upp myrkra staði jarðarinn- ar, hvarvetna þar sem finnast söngraddir og hjörtu sem slá með hugrekki. Þýtt — GM

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.