Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.01.1987, Blaðsíða 6
nemma morguns Guörún Markúsdóttir Merkileg bænavakning vestanhafs Víða um Bandaríkin eru kristnir menn farnir að stunda bcenasamkomur alla daga vik- unnar klukkan fimm á morgn- ana. Þessi bœnavakning hófst i tveimur kirkjum i Texas, en nú breiðist hún ört lit. Það sem ein- kennir þessar bænasamkomur er ákafinn í bœninni og áhersla á iðrun, auk þess hve snemma morguns samkomurnar eru haldnar. Hvers vegna er fólk farið að leggja sig fram við að biðja? Barry Burton frá Hillcrest Church í Dallas svarar þessu á dæmigerðan hátt: „Þessir mán- uðir eru þeir bestu sem ég hef átt með Drottni síðan ég gafst hon- um fyrir fimmtán árum,“ segir hann. „Eg finn greinilegar fyrir nærveru Drottins í lífi mínu.“ Enginn einn söfnuður eða maður hefur leitt eða stjórnað bænavakningunni. Hún er það sem hinar ýmsu kirkjur og ein- staklingar hafa verið að leita eftir í mörg ár. Hins vegar eru nokkrir menn sem hafa lagt sig fram meira en aðrir við að kenna og leiðbeina fólki við að biðja. Þ.á.m. eru Derek Prince, Dick Eastman, Larry Lea, Dick Simmons og Ray Bringham. Víðast hvar er bænin Faðir vor höfð til fyrirmyndar.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.