Afturelding - 01.04.1987, Side 8

Afturelding - 01.04.1987, Side 8
Guðvana maður er óful ... ------vllnnann þr6unarsviðs 100 H-ntley: Margir leggja hönd á plóginn við hið mikla starf, sem unnið er á sviði trúboðssjónvarps í Evrópu. Kanadíska sjónvarpsstöðin lOOHuntley Street hefur verið þar í fararbroddi undir forystu David Mainse. Einn nánasti samstarfsmaður Davids er Richard Brown, sem gegnir embætti yfirmanns þróunarsviðs sjónvarpsstöðvarinnar. Richard hefur unnið mikið skipulagsstarf í Evrópu og verið ráðgjafi á ýmsum sviðum. Hann var spurður um upphaf afskipta Kanada- manna af kristilegu sjónvarpsstarfi í Evrópu svo og eigin trúar- reynslu. Upphaf afskipta okkaraf sjón- varpsstarfi í Evrópu má líklega fyrst rekja til þarfar, sem við fundum fyrir heima í Kanada. Margir Kanadamenn eru inn- flytjendur eða eiga ættir að rekja til Evrópu. Hin ýmsu þjóðabrot halda gjarnan hópinn og við- halda tungu sinni og séreinkenn- um. Höfuðstöðvar okkar eru í Toronto, þar sem meira en helmingur borgarbúa er af erlendum uppruna. T.d. býr yfir hálf milljón ítala í borginni og Toronto er meðal fjölmennustu borga ítala! Besta leiðin til að ná eyrum þjóðabrotanna er að tala tungu þeirra. Okkur opnaðist leið til að senda út ítalska þætti og í kjöl- farið komu þýskir þættir. Árið 1980 barst „make- dónskt“ kall frá Svíþjóð til Davids Mainse. Sænsku bræð- urnir báðu hann að koma og tala á tveim prédikaramótum, boð- skapurinn sem Guð lagði á hjarta Davids var að kristnir Evrópumenn ættu að búa sig undir að ríkiseinokun á útvarpi og sjónvarpi yrði aflétt í Evrópu. lOOHuntley Street bauð strax upp á þjálfun og kennslu fyrir ungt fólk frá Evrópu.

x

Afturelding

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.