Afturelding - 01.04.1987, Qupperneq 14

Afturelding - 01.04.1987, Qupperneq 14
Við sáum Guðað verki Undanfarið ár hefur verið skrifað heilmikið um bænavakn- inguna, sem virðist vera að grípa um sig í Bandaríkjunum. Helsti talsmaður hennar heitir Larry Lea. Mjög margir söfn- uðir hafa tekið upp morgunbœnastundir. Hafliði Kristinsson hefur kynnt sér þessar hrœringar og er hann viðmælandi Aft- ureldingar. — Ég frétti af bænamóti í Pittsburg, og ákvað að fara ásamt konu minni og hlusta á Larry Lea og félaga. Okkur var hampað dálítið vegna þess að við vorum frá ís- landi og lengst að komin. Okkur var boðið að koma í umræðuþátt í kristilegri sjónvarpsstöð, ásamt kristniboðum frá Brasilíu, sem sögðu frá starfinu þar. Þá feng- um við tækifæri til að kynna ís- land. í tuttugu ár hefur náðargjafa- hreyfingin haldið mót í Pitts- burg. Nú var ákveðið að fá kennslu frá Larry Lea og sam- starfsmönnum hans, kynnast því sem þeir eru að gera og framtíð- arsýn þeirra. Dagskrá bænamótsins hófst kl. 6 á morgnana með klukku- stundar bænastund. Grindin að þeirri samkomu var byggð á bæninni Faðir vor, en þó var engin hinna fjögurra bæna- stunda eins. Þær sóttu um 500-700 manns. Þetta var dýr- mæt klukkustund sem leið mjög hratt. Sá sem leiddi þessar stundir heitir B.J. Willhite. Hann er sá sem hafði mest áhrif á Larry Lea og hvatti hann til aukinna bæna. Þessi maður hefur iðkað morg- unbænir í 25 ár. Hann er nú einn af aðstoðarforstöðumönnum í Church on the Rock í Texas. Biblíukennsla hófst kl. 9 og stóð fram eftir degi. Leitast var við að svara ýmsum spurningum varðandi bænir og bænasvör. Kennslan var mjög vel grund- völluð á orði Guðs og reynslu þessa manns, sem hafði í 25 ár fundið það sem aðalþjónustu sína að biðja. Willhite gerði bænina að verkfæri sem allir gátu notað. Hann víkkaði sjón- deildarhring okkar og kenndi okkur að nota þá möguleika sem bænin býður upp á. Hann beindi athyglinni að þætti Guðs í bæn- inni og bænasvarinu og skýrði þátteinstaklingsins. Hingað til hefur oft verið kennt að mennimir hafi allt að segja með því að stíga fram í trú og framkvæma, og svo skyldi Guð bara standa við loforð sín. Willhite lítur öðrum augum á málið. Guð gefur okkur trúna, en samt sem áður erum við ekki alltaf fullviss. Það er mjög mikil- vægt að trúa í hjarta okkar að Guð svari bæn, þó svo að hugur- inn sé ekki alltaf með á nótun- um. E.t.v. efumst við, eða okkur hættir til að einblína á erfiðar kringumstæður. En efi þarf ekki alltaf að vera neikvæður. Það sem við þurfum að gera er að Hafiiði Kristinsson. leita vilja Guðs. Það er mjög mikilvægt. Oft sjáum við ekki bænasvör- in. En þegar upp er staðið eru svörin hluti af heildarmynd, samhangandi við eitthvað annað sem gerist í lífi okkar. Stundum koma svörin ekki strax, heldur verða þau að bíða til þess að geta fallið inn í heildarmyndina, sem Guð vill skapa. En alltaf komum við aftur að því að mikilvægast af öllu er að leita vilja Guðs. Hver dagur endaði með stórri samkomu kl. 19 og þar talaði Larry Lea og lagði út frá hinum ýmsu bænum í Faðir vorinu. Aðsóknin jókst eftir því sem á daginn leið. Biblíulestrana sóttu 1000-1500 manns, og kvöldsam- komurnar 2500-3500 manns. Samkomurnar voru mjög þrungnar af nærveru Guðs. I byrjun var mikill söngur og lof- gjörð og síðan prédikaði Larry Lea. Við fundum að út um allan sal var margt að gerast. Allt í kringum okkur sáum við hvemig Guð mætti fólki. Eitt atvik er okkur sérlega

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.