Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Side 25

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Side 25
Mars er viö upphaf ársins í vatnsberamerki og reikar austur á bóginn um fiskamerkið, hrútsmerkiö, nautsmerkið, tvíburamerkiÖ, krabbamerkiö, ljónsmerkiö, meyjarmerkiö og er kominn inn í metaskálamerkið viö árslok. Hann er í hásuöri frá Reykjavík þ. 23. jan. kl. 4 e. m., 13. marz kl. 3 e. m., 5. nóv. kl. 10 f. m. og 12. dez. kl. 9 f. m. Júpíter er í steingeitarmerki í ársbyrjun og reikar fyrst austur eftir og inn í vatnsberamerkiö; snýr samt viö þ. 21. júní og heldur aftur vestur á leiö inn í steingeitarmerkið. í>. 19. október snýr hann enn viö og reikar úr því austur eftir og er viö árslok í merki vatnsberans. Hann er í hásuðri frá Reykjavík þ. 3. jan. kl. 2 e. m., þ. 12. apríl kl. 4 f. m., 30. apríl kl. 8 f. m., 15. ágúst kl. 1 f. m., 27.-28. ágúst á 'miönætti, 10. sept. kl. 11 e. m., 24. september kl. 10 e. m., 8. október kl. 9 e. m., 24. október kl. 8 e. m., 8. nóv. kl. 7 e. m., 25. nóv. kl. 6 e. m. og viö árslok kl. 4 e. m. Satúrnus er í fiskamerki í ársbyrjun og reikar austur á viö, en snýr viö 30. júlí og heldur vestur eftir til 14. dezember. Þá snýr hann aftur austur á bóginn. Viö árslok er hann enn í fiskamerki. Satúrnus er í hásuöri frá Reykjavík: Þ. 13. jan. kl. 5 e. m., 30. jan. kl. 4 e. m., 16. febr. kl. 3 e. m., 5. marz kl. 2 e. m., 22. marz kl. 1 e. m., 17. júlí kl. 6 f. m., 1. ágúst kl. 5 f. m., 16. ág. kl. 4 f. m., 31. ág. kl. 3 f. m., 15. sept. kl. 2 f. m., 29. sept. kl. 1 f. m., 12.—13. október á miönætti, 26. okt. kl. 11 e. m., 10. nóvember kl. 10 e. m., 24. nóv. kl. 9 e. m., 9. dezember kl. 8 e. m. og 25. dez. kl. 7 e. m. Uranus sést næstum aldrei meö berum augum. Hann er allt áriö í hrúts- merki og veröur gegnt sólu 8. nóvember; þá er hann í hásuöri frá Reykjavík um lágnættiö 42° yfir láréttan sjóndeildarhring. Nepfúnus sést ekki meö berum augum. Hann heldur sig austarlega í ljónsmerki mest allt áriö; viö árslok er hann samt kominn vestast inn í meyjarmerkiö. Hann er gegnt sólu þ. 10. marz og er þá um lágnættið í hásuöri frá Reykjavík 31° yfir sjóndeildarhringinn. (21)

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.