Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Qupperneq 35
31
engar »stórsyndir« að játa, þeir sjá það e.
t. v. enn síður, að þeir eru sekir yið Guð
og vilja hans, elska ekki Guð, heldur synd-
ina, og kjósa hvorki breytingu á þessu né
geta breytt því. Það þarf kraftaverk til að
sannfæra þá. Þetta kraftaverk er vakningin.
Hún gerist móti vilja mannsins; hann kær-
ir sig ekki um að sjá og sannfærast um
synd sína. En þeim mun meiri náð er það
frá Guðs hendi. Óaðspurt kemur hann að
fyrra bragði og vekur syndarann, sýnir hon-
um syndina 1 allri hennar ægilegu alvöru,
afleiðing hennar og andstyggð, og vald
hennar, sem enginn getur losað sig úr.
Þeir sem hafa snúið sér til Guðs, þekkja
það af eigin reynd, hve erfiðlega það gekk
þeim. Það getur verið afar misjafnt.
Sumir halda fyrst, að nóg sé að taka
sterka og gagngjöra ákvörðun, leggja niður
lesti og byrja nýtt líferni í eftirbreytni
frelsarans og leggja inn í það allan kraft
sinn og vilja. En þeir finna það fijótt, að
»viljinn er 1 veiku gildi«, áformin verða
að engu; syndin hefur vald sitt eftir sem
áður, og fyrirmyndin gjörir þeim kinnroða.
Öð rum finnst sig skorta iðrun. Þeir sjá
að vísu syndir sínar og að þær eru viður-
styggð, en að þeir finni helga og innilega