Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Síða 50
46
um enska heimi. í Þýzkalandi er sérstakt
kristniboðs-vísindafélag.
Kristniboðsvísindum má skipta í þrennt:
1. Trúarbragðavísindi, um trúarbrögð hinna
heiðnu þjóða, sem kristniboðar hafa
starfað og starfa meðal.
2. Kristniboðssaga, um útbreiðslu kristin-
dómsins og orsakir hennar.
3. Kristniboðsfræði, um starfsaðferðir á
kristniboðsakrinum, skipulagning hinna
nýju kirkna, uppeldi þjóðanna trúarlega
siðferðislega og þjóðfélagslega.
Allt þetta þarf kristniboðinn að hafa
kynnt sér sem rækilegast, áður en hann
fer út á kristniboðsakurinn. Þetta á að
hjálpa honum til að leysa hin miklu vanda-
mál nútímans.
Eitt af þessum vandamálum er t. d. sú
mikla hætta við trúarbragðasamsteypu, sem
allvíða kemur fram nú á tímum. Þar koma
trúarbragðavísindin að góðu liði,’ en þau
eru aðallega fólgin í því að rannsaka hin
frumstæðu trúarbrögð heiðnu þjóðanna og
bera þau saman, ennfremur að skýra frá
þróun þeirra, uppruna, eðli og sögu hinna
ýmsu ekki-kristnu trúarbragða. Þannig
kynnist kristniboðinn hinum sterku og
veiku hliðum hinna trúarbragðanna; enn-
fremur lærir hann að gera greinarmun á