Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Page 54

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Page 54
50 toga hinna innlendu kirkna. — Allt þetta hvílir á nútíma-kristniboðinu, og krefst sinnar úrlausnar. Þar af leiðandi hafa kristniboðarnir orðið að skipta með sér verkum. Sumir eru eingöngu læknar, aðrir eru kennarar við kennaraskóla og háskóla (í Kína hefir enska og ameríska trúboðið 18 háskóla, samkvæmt International Re- view of Missions) og sumir við prestaskóla; t. d. hefir N. M. S. einn prestaskóla á Madagaskar með 50 stúdentum. Allt þetta starf hefir mjög mótandi áhrif á kirkjulíf- ið úti á kristniboðsakrinum. Ennfremur eru mörg verkefni, sem kristni- boð nútímans heíir með höndum til að ala upp þjóðirnar. Það hefir látið byggja verk- smiðjur, iðnskóla og búnaðarskóla á kristni- boðsakrinum, og eru sumir þessara skóla heimsfrægir eins og t. d. Marion Hill í Natal. — Það gefur að skilja að sérfræð- inga þarf til að stjórna svona stofnunum. Onnur hlið á þessu sama máli er hjúkr- unarstarfsemin. Um leið og læknarnir og hjúkrunarkonurnar vinna líknarstarf í sam- bandi við spítalana og barnaheimilin, er líka verið að mennta innienda lækna og hjúkrunarkonur, sem svo starfa á meðal sinnar eigin þjóðar í anda Jesú Krists. Alkunnug eru þau illu kjör og sú kúg-

x

Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók (Kristilegt bókmenntafélag)
https://timarit.is/publication/407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.