Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Page 55
51
un, sem konan á við að stríða í keiðnu
löndunum, sérstaklega Indlandi. Þetta krefst
líka þess, að sérstök skipulögð starfsemi sé
hafin meðal þeirra. Það hafa líka kventré-
boðar og konur kristniboðanna gert af
miklum áhuga og skapað ný lífsskilyrði og
alveg nýtt andlegt líf á mörg þúsund heim-
ilum. Svipað takmark hefir hin fjölþætta
barnastarfsemi, sem kristniboðið hefir með
höndum. Eru þar mjög mikið notaðir inn-
lendir starfskraftar, og hlutverk trúboðanna
er að kenna mönnum að vinna meðal barn-
anna og æskulýðsins.
Einmitt þessi síðustu árin fer vaxandi
þjóðernishreyfing yfir inörg af kristniboðs-
löndunum. Þetta gerir alveg sérstaka kröfu
til kristniboðsstarfsins. Og yfirleitt er þessu
vandamáli mætt á þann hátt, að eins og
kristniboðarnir hingað til hafa barizt fyrir
réttindum hinna innbornu manna, þannig
gera þeir það einnig nú. Þeir eru menn-
irnir, sem kappkosta að útrýma kynflokka-
hatrinu og kenna mönnunum, að þeir eigi
allir að vera bræður. En kristniboðar taka
ekki þátt í stjórnmáladeilum; takmark þeirra
er fyrst og fremst að leiða þjóðirnar til
Krists, og á þann hátt eru þeir færastir
um að lyfta þeim upp úr díki heiðninnar
og þeirri fyrirlitningu og kúgun, sem ný-