Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Side 56
52
lendumenn oft og einatt hafa auðsýnt þeim.
En kristniboðarnir krefjast mannréttinda
fyrir þá, sem þeir fórna sér fyrir, og þeir
eiga heiðurinn af því oft og einatt að hafa
lagt rækt við mál þjóðanna og vakið sjálfs-
meðvitund þeirra og lyft þeim upp.
Og víða í heiminum eru lituðu þjóðirnar
að vakna og eignast heimsfræga leiðtoga í
kristindómsmálunum, eins og t. d. Kagawa
og Ambedkar og biskup Roots í Kína.
Frægur indverskur leiðtogi skrifaði í fyrra:
»Yér erum búnir að læra það, sem Stan-
ley Jones hefir verið að kenna oss«. Indverj-
ar eru fljótir að læra, og þeir hækka lcröf-
ur sínar til kristniboðanna. Það er að ger-
ast margt meðal lituðu þjóðanna nú, sem
bendir til þess, að nýir tímar fari í hönd.
Ennþá bíða 1100 miljónir án Krists, svo
það er nóg að gera. En ávöxtur hins mikla
starfs er líka mikill, og hann sést greini-
lega nú, þegar miljónirnar eru orðnar hungr-
aðar og bíða eftir Kristi, — auk þeirra
miljóna, sem þegar hafa tekið á móti lionum.
Vér ættum allir að iáta kærleika Jesú
Krists knýja oss til að hlýðnast skipun
hans og lijálpa miljónunum, sem í myrkr-
unum sitja.
Jóhann Hannesson.