Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Blaðsíða 57
Hvað er sannleikur?
(Þessa ritgerð átti að flytja í útvarpsumrœðum 1936, en
komst' þar ckki að, en er nú birt hór með smávegis
breytingum.)
Pegar ég hlustaði á fulltrúa andatrúar-
manna og guöspekinga um daginn, þegar
trúmálaerindin voru flutt í útvarpið, tók ég eftir
pví, að báðir sögðu sömu setningun.i alveg eins,
n. 1. pessa: »Við erum alltaf að leita sann-
leikans«. Og af pví ég veit, að margur er að
leita einmitt sannleikans, langar mig til að
segja sem flestum frá, að ég hefi fundið
hann. »Til pess er ég fæddur og til pess kom
ég í heiminn, að ég beri sannleikanum vitni.
Hver, sem er sannleikans megin, heyrir mína
röddu«. Petta segir Jcsús, þegar hann stend-
ur frammi fyrir liinum heiðna landsdómara.
Hjá Pílatusi vaknar nú óljós löngun, eins og
lijá mörgum öðrum, eftir að vita, hvað Jesús
ætti við, þegar hann talar um sannleikann,
og hann spyr Jesúm og segir: »Hvað er sann-
leikur*? Pílatus hafði ekki tíma til að bíða
eftir svari hjá Jesú, og yfirleitt eru fáir,
sem rnega vera að því að hlusta á Jesúm.