Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1937, Page 72
68
og talaði 1 ýmsum félögum auk þess, sem
hann ferðaðist víða. — Fröken K. W.
Damgaard framkvæmdarstjóri K. F. U. K.
í Danmörku kom í byrjun júlí í lieimsókn
til K. F. U. K. hér og hélt eina almenna
samkomu. — Regin Prenter, danskur prest-
ur og ritstjóri »Dansk-islandsk Kirkesag«,
kom til landsins í ágúst til þess að kynna
sér íslenzk kirkjumál. Hann ferðaðist víða
um landið, sótti fundi og hélt guðsþjón-
ustur og auk þess tvo háskólafyrirlestra.
Þútttaka í erlendum kristilegum mótum
frá Islandi, var með mesta móti í ár, þótt
lítil hafi verið. Einn íslendingur, K. Zim-
sen, sótti norræna sunnudagaskólamótið,
sem haldið var í Kaupmannahöfn í júní.
— Fjórir íslenzkir piltar tóku þátt 1 kristi-
legu stúdentamóti sem lxaldið var í Lille-
hamrner í Noregi í ágúst. — Loks tóku 7
Islendingar þátt í norræna innratrúboðs-
mótinu, sem haldið var 1 Oslo í byrjun
september.