Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 3
FRÓÐI.
149
hittist svo á, aö Alice var stödd hjá henni, og tók hún þegar
meö ákefð aö starfa líka aö fánagerðinni. Þær voru hrifnar af
fyrirtæki þessu; hendurnar skulfu er þær saumuðu.
“Viö verðum of seinar’’, sagöi húsfrú Godére; “ég veit þaö
meö vissú, alt tefur mig; þráðurinn slitnar og snurðar, nálin er
ryöguö og gengur illa í dúkinn. Hamiugjan hjálpi uiér”.
Alice hughreysti hana eftir mætti, og þær voru að enda verk-
iö, er René kom hlaupandi, löörandi sveittur, meö ilaggstöng í
hendinni, er hann kom meö frá virkinu.
“Guö minn góöur! viö höfum haft stórkostlegan fund”,
mælti hann og þurkaöi af sér svitann.
“Viö heyröum óskapleg köll og hávaöa’’, sagði húsfrú Go-
dére. “Rödd Roussillons glumdi upp úr öllu. Hann öskraöi
eins og ljón”.
“Hann fiutti okkur ræöu. Hann talaði snildarlega”, svar-
aöi René. En þeir bíða nú við virkið eftir nýja fánanum, Ég
kom til þess aö sækja hann”.
“Hann er tilbúiun”, sagöi húsfrú Godére.
Alice saumaði hann á stöngina og sáust þar naumast handa-
skil, svo var hún hraðvirk.
“Lifi lýöstjórnarríki Ameríku”, hrópaöi hún, lyfti fánanum
og lét liann falla yfir sig, svo hann huldi hana frá hvirfli til ilja.
“Fáöu mér hann”. sagöi René og rétti út hendina; “ég
ætla aö hlaupa meö hann til virkisins”.
“Nei”, mælti Alice og einbeitni kom á svip hennar. “Nei,
ég fer sjálf meö hann”, og þaut af stað aö töluðum oröum.
René stóö agndofa af undran og glápti á eftir henni uns hún
hvarf fyrir næsta hús, þar sem gatan lá í aöra átt. Fáninn
blaktaði utan um hana, hlaupandi alt hvaö fætur toguðu.
Viö virkiö stóö niruinfjöldinn og beiö þess augnabliks, er
frelsismerkið skyldi rísa sem stjarna yfir gamla Vincennesbæn-
um. Menn stóðu í smáhópum. Alice fór inn um gat, er var á
byggingunni, því þaö var sketnra en um dyrnar og stóö alt í
einu mitt á meöal þeirra.
Þessi óvænta sýn haföi góð áhrif á hópinn. Hinir fjörlyndu