Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 8

Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 8
>54 FRÓÐI. Undirforinginn sá aö þetta var formleg skipun, og bjóst því til aö leggja af stað. “Heyrið þér, Beverley, komið þér nú ófullur aftur, ef þess er nokkur kostur”, bætti Helm við með glaðværð, því honum fanst það góð fyndni að skora þannig á þann inann, er aldrei smakkaði vín, og var í því hrein undantekning frá fjöldanum, er drakk drjúgum. Flokksforingi Fitzhugh Beverley var frá Virginíu. Ætt- menn hans höfðu látið mikið til sín taka í nýlendumálum, og höfðu getið sér góðan orðstír í friði og stríði. Hann var einka- sonur foreldra sinna og átti að erfa fögur óðöl: mikil lönd og fjölda þræla. En honum fór sem fleiri ungum mönnum á þeim tímum, að hann langaði til að leita æflntýra nokkurra; hann hélt til Kentucky, í fótspor Daníels Boone, og þegar Clark fylkti hinu litla liði sínu, var Beverley ekki lengi að hugsa sig um að ganga í lið með svo djörfum og hraustum foringja. Beverley var fullþroskaður maður, þó ekki þrítugur. Hann hafði öðlast góða mentun erlendis, var að upplagi vel gáfaður og námfús, og stóð því langt framar flestum löndum sínum af heldri stigum á þeim títnurn. Ef til vill sýndist hann því eldri en hann í raun og veru var; mun sú ástæðan hafa einkum verið, að hann var mikill maður vexti og bar sig höfðinglega og prúðmannlega. Clark hafði séð hve ágætum hæfileikurn hann var gæddur, og hafði því fertgið hann til að fara með Helm og hafa eftirlit með öllu, því Helrn þótti stundum helst til afskiftalítill. Dirfska Beverleys þótti vinum hans ganga fram úr hófi. Beverley lagði af stað til þess, að leita uppi heimili Rous- síllons, franska foringjans, og bar hann ekki fyriifrarn sérlega rnikla virðing fyrir manni þeim eða embættisrekstri hans. Hvern- ig sem nú stóð á því, þi voru Ameríkumenn með “Engll-Sax- neskt” blóð í æðum, seinir til að sjá nokkurn góðan kost hjá Frökkum og Spánverjum þeim er þar bjuggu, þeim virtust þess- ar tvær þjóðir standa mjög jafnfætis Rauðskinnum og Svertingj- um, bæði að menning og hjúskaparmálum. Sannleikurinn var sá, að þar sem. Anglo-Amerikanar höfðu um heila öld átt í blóð- ugum bardögum við villimenn þessa, þá höfðu Frakkar rekið

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.