Fróði - 01.12.1911, Page 13

Fróði - 01.12.1911, Page 13
FRÓÐI. 159 Beverley mintist þess nú, a'ö hann hafði heyrt Kenton segja þessa sömu sögu viö tjaldstœðis-eld í Kentucky-hólunum. Nýtt fjör hafði færst yfir söguna við það, að vera sögð á frönsku og varð hún svipuð œfintýrasögum þeim, er Beverley hafði lesið { æsku; fyrir þetta varð Jazon frændi honum enn kærri. Gamli, skorpni karlinn og ungi, hraustlegi maðurinn spiölluðu saman fram að náttmálum, reykjandi pípur sínar; á þennan hátt fundu þeir hwor um sig, hvaö hinn hafði best til að bera. Það var eins og þeir fyndu á sér, að þeir œttu eftir að komast saman í raunir nokkrar. Hver maður er í öllu falli einu sinni á æfi sinni meiri eða minni spámaður. Dagsbirtan og tunglsljósið blönduðust Ijúflega saman, er Beverley hélt af stað. Hann hélt ekki beina leið til virkisins, heldur gekk suður með ánni til þess, að hafa næði til að hugsa og hlusta á árniðinn mjúkraddaða. Loftið var fult af jurtailm og einkar hressandi og heilnæmt, eins og vant er að vera síðari hluta sumars. Hinu megin á ánni, er var uppblásin eftir ákafa rigning, sá Beverley eintrjiningsbát, og var maður í öðrum enda bátsins og réri með stýrisár. Báturinn langi og mjói dansaði á öldunum og hélt að landi, þótt seitt gengi að komast hjá trjábolum er ifutu á ánni Beverley kveikti í pípu sinni með eldtinnu á stálbút, er hann tók úr vasa sínum, og horfði á bátinn er fœrðist ncer, og mátti sjá að sá sem á honum var kunni vel stjórn á honum. Báturinn smáhvarf en kom aftur í ljós. Maðurinn stóð öðru hvoru upp, reyndi að halda jafnvœgi og ýtti frá sér staurum og öðru rusli með stjaka. Þetta var hér um bil sex hundruö fetum fyrir neðan þann stað, er brúin og alfaravegurinn er nú yfir Wabash-ána. Hœð- in var ólík því sem hún er nú, miklu hærri og brattarj. Nú var áin svo mikil að hægt var að stökkva af bakkanum og út í strauminn, I miðri ánni hafði myndast eyri af trjávið og sandi, og klauf strauminn í tvent, og fór annar straumarmurinn að bakk- anum bœjarmegin og myndaði hringiðu þar sem Beverley stóð. Báturinn fór inn í þann straumarminn, er að bœnum vissi,

x

Fróði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.