Fróði - 01.12.1911, Qupperneq 19
FRÓÐI.
165
Á hverjum degi komu 30 til 40 bátar ofan strengina. Þeir
lögöu út á vatniö að morgni, en sjaldan komust nema 3 eða 4
áleiðis, hinir sneru aftur. Var nú ís kominn á víkur allar og bú-
iö viö að frysi upp til fulls þá og þá.
“Við gætum komist áfram ef nokkur dugur væri í þeim”,
sagði Kit til Shorty. “Hefðum við barið einni stundu lengur,
þá hefðum við komist undir norövesturströndina núna seinast”.
“Vissulega”, mælti Shorty, “En sérðu! það eru hundrað
mílur til Dawson; og ef við ekki viljum frjósa hér inni, þá verð-
um við að fara aö taka til okkar ráða. Eða hvað sýnist þér?”
“Jú! það er best við gerum það”, svaraði Smoke.
Næsta morgun, löngu fyrir dögun, kallaði Shorty á þá með
hávaða miklum og sagði:
‘‘Vakniö upp, hér er kaffið. Nú þarf að flýta sér, við erum
að fara”. Var nú samt öllu verra veður en nokkurn tíma fyrri.
Þeir börðu í fulla fjóra klukkutíma og stýrði einn, annar hjó ís-
inn en tveir reru. Samt smáfærðust þeir nær noiðurströndinni,
en vindurinn ágerðist og þyngdi róðurinn. Loks kipti Sprague
upp árinni og kvaðst ekki róa meira. En Shorty stökk til þreif
árina og bað hann höggva ísinn.
“En til hvers er það?” svaraði hinn heldur vælulega. “Við
komumst eklci lengra. Við verðum að snúa aftur”.
“Vitleysa”, mælti Shorty. “Við höldum áfram. Högg þú
ísinn, .og þegar þú ert orðinn afþreyttur geturðu hvílt mig við
árina”.
Það gekk erfitt, en loks komust þeir undir land, en þá var
ströndin öll svelluð og frosin svo að hvergi var hægt að lenda.
“Þetta sagði ég ykkur”, mælti Sprague. “Við veiðum að
snúa aftur”.
Enginn mælti nú orð af munni, en Kit hélt bátnum með-
fram ströndinni. Stundum gekk þeim ekki meira en fet eitt við
árartogið og stundum gekk þeim ekkert. Ivit reyndi að stæla'
þá upp. liann benti þeim á þaö, að bátar þeir, sem á undan
höfðu farið, hefðu ekki komið aftur, Þeir heföu þó getað lent
einhverstaðar. Svo héldu þeir þá áfram tvær klukkustundir.