Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 40

Fróði - 01.12.1911, Blaðsíða 40
FRÓÐI. 186 Kína. Þaö er svo mikiö, talað og ritaö um Kína og íbóa þess nú á dögum, aö ég hygg þaö ekki illa tilfalliö að minnast á það fám orðum, einknm þar sem vér höfum svo h'tið um Kínverja á ís- lenskri tungu. Kínaveldi er eitt af hinum elstu ríkjum heimsins, og Ivín- verjar einhver hin elsta þjóö, svo að þeir ináttu kallass giáir af hærum þegar forfeöur vorir voru í reifum sínum. Mentun og siðmenning Kínverja er svo gömul, að þegar forfeöur vorir fyrir þúsundum ára gengu skinnklæddir um skóg- ana og lifðu á veiðum einurn, en kunnu ekki til akuryrkju eða nokkurs iönaðar, þá ræddu Kínverjar sín á milli um heimspeki- legar skoðanir og siðferöislegar kenningar. Kínaveldi, eða hið eiginlega og upphafiega land þeirra er einhver hinn frjósamasti blettur á jörðunni. Að austan er hið gula haf og kínverska hafið, aö sunnan ríkin Annam og Burma, aö vestan Tibet, aö norðan Mongólía og Manchuria. Landiö liggur milli 20 og 40 gráðu norðlægrar breiddar, nema tangi nokkur norður af Peking. Þetta eru aðal- fega tveir dalir. Jantze-Kiang- og Hoangho-dalurhm. Fljótin í dölurn þessurn eru feikna miklar elfur og valda oft stórflóðum, og eyðileggja þá heil héruö en drekkja fólki, svo nemur tugum þúsunda. Fljótin bera meö sér leöju mikla ofan úr fjöllunum, og er það einkennilegt við þau að leðjan er svo mikil og þung, aö einlægt hækkar farvegur fljótanna og verður hryggur þar sem þau renna, miklu hærri en landið úr frá. Má því sjá yfir sveit- irnar langar leiðiv út um landið, ef menn sigla eöa róa á bátum á fljótunum, en brjótist fljótið út, þá fer eðlilega alt í kaf. Hoangho kemur úr Mongólíu, úr ,.Stjörnuhafinu*■ segja Kínverjar, og er stundunr kallaö hið gullna fijót eða gula fljótiö, því aö vatn þess er gult á lit. Jantze-Kiang kemur úr Tibet og

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/427

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.